Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 36
Skurðlistarskóli Hannesar Flosasonar Askur og prjónastokkur koma fyrst í huga margra þegar minnst er á tréskurð. Oft má greina undr- un hjá þeim er svo hugsa þegar þeir koma fyrst inn á kennsluverk- stæði Hannesar Flosasonar í Kópa- vogi. Þar blasa við margs konar út- skornir munir, nytjahlutir, skraut- munir, myndir og tálgaðir hlutir úr tré. Nú eru liðin 25 ár síðan Hannes stofnaði skurðlistarskóla sinn í Reykjavík. I tilefni af því var for- vitnast um sögu skólans og mann- inn sem stofnaði hann og hefur starfað við tréskurðarkennslu í fjórðung aldar. Hannes lauk fjögurra ára námi í tréskurði og er meistari í mynd- skeraiðn eins og iðnin heitir á meistarabréfinu. Lærimeistarar hans voru þeir Guðmundur Krist- jánsson, Agúst Sigurmundsson, sem var síðasti nemandi hins þekkta myndskera Stefáns Eiríks- sonar, og svo Wilhelm Bechmann, allt myndskerameistarar sem störfuðu í Reykjavík. „Því miður fékk ég ekki vinnu í faginu að námi loknu", segir Hannes, „innlend smíði skreyttra húsgagna hafði nær alveg lagst af og gjafavörur frá útlöndum fylltu markaðinn. Því má nú segja að iðngrein sem enginn get- ur lifað af sé nú liðin undir lok. Hins vegar er tréskurður sem listgrein og frístundaviðfangs- efni á mikilli uppleið á Vestur- löndum. Sköpunargleði margra fær útrás í tréskurðarlist. Menn hafa sannreynt að tölvur og há- tækni hvers konar geta ekki leyst tilvistarvanda margra sem nú hafa góðan tíma til tómstunda- starfa og vilja gjarnan skapa eig- in verk. Til þess að það takist verður gerandinn að hafa á valdi sínu ákveðna kunnáttu og þjálf- un í vinnubrögðum, gildir einu Hatines Flosason. hvaða tjáningarmáti og tækni er notuð". Fyrir tilviljun var Hannes beð- inn að kenna tréskurð á vordög- um 1972, því að annar hafði gefist upp á kennslunni. Þá kom sér vel kennslureynsla og skipulagshæfni hans auk verkkunnáttunnar og þessi kennsla á námskeiðinu gekk vel. Hannes vissi að margir höfðu á- huga á að læra tréskurð og það varð til þess að hann stofnaði Skurðlistarskóla Hannesar Flosa- sonar haustið 1972 og hefur hann sjálfur kennt við skólann alla tíð síðan. Smám saman þróaði hann eftir- tektarvert skipulag náms við skól- ann. Hugmyndin þróaðist út frá því skipulagi sem er á námi í tón- listarskólunum, en það þekkir Hannes vel, því að hann er einnig lærður tónmenntarkennari. Hann hafði reyndar tónmenntarkennslu að aðalstarfi í 30 ár, lengst við Breiðagerðisskólann og Hlíðaskól- ann í Reykjavík og sem skólastjóri Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi. Námsskipulagið er þannig að því er skipt niður í sjö stig. Á hverju stigi eru sex kjarnaverk sem allir nemendur þurfa að vinna. Þau eru mismunandi, bæði að gerð og tækni. Námið stigþyngist, verk- efnin verða flóknari og erfiðari eft- ir því sem ofar dregur. Auk skylduverkefna sem Hannes hefur sjálfur hannað, geta nemendur sem hafa lokið þeim valið á milli fjölmargra viðfangsefna sem Hannes hefur gert eða eru gömul klassisk verk, helmingur þeirra er nytjalist, hinn helmingurinn myndverk í tré. Greinarhöfundur sá mörg falleg nemendaverk á skólaverkstæði Hannesar, svo og marga fagra gripi sem hann sjálfur hefur hannað og unnið. Hannes segist hafa haft marga ágæta nem- endur í Skurðlistarskólanum og verkin sem þarna eru til sýnis eru til vitnis um ágætan árangur þeirra. Aðspurður segir hann að helst skorti marga getu í sjálf- stæðri hönnun eigin verka, sem sé skiljanlegt því það taki langan tíma og mikla þjálfun að ná leikni í þeim undirstöðuþætti; ef hönnun- in er ekki í lagi verður gripurinn aldrei fallegur þó að tréskurðurinn sé í góðu lagi. Námskeið Hannesar eru eitt kvöld í viku, minnst í tvo mánuði. Starfstími skólans er frá byrjun september til maíloka. Margir nemendur halda áfram ár eftir ár og hafa lokið öllum sjö stigunum. Eftir að hafa lokið hverju náms- stigi fá nemendur sérstakt vottorð frá skólanum og hefur námið verið tekið gilt til launapunkta hjá menntamálaráðuneytinu. Sem er auðvitað þýðingarmikil viður- kenning fyrir þá sem það geta nýtt sér. Hannes segir að meðaltals- námstími nemenda hans sé u.þ.b. 5 ár, en margir hafa verið í 9-12 ár. Segir það sína sögu. 36 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.