Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 46
Munstur ofið: Þegar komið er að munstri, er papp- írsform mátað við uppistöðu og brún þess látin nema við síðasta fyr- irdrag. Um 1/2 cm ofan við síðasta fyrirdrag er merkt við útlínur munsturs, t.d. með skærlitum spott- um, sem lagðir eru niður á milli þráðanna til að afmarka hvar munst- ur á að vera fyrir næsta fyrirdrag. Hafið báðar skyttur sömu megin þegar byrjað er að vefa munstur. Stigmunstur fyrir munsturfyrirdrög 4. fyrirdrag, stig fyrir munsturflöt 4. fyrirdrag, stig fyrir grunnflöt 3. fyrirdrag, stig fyrir munsturflöt 3. fyrirdrag, stig fyrir grunnflöt 2. fyrirdrag, stig fyrir munsturflöt 2. fyrirdrag, stig fyrir grunnflöt 1. fyrirdrag, stig fyrir munsturflöt 1. fyrirdrag, stigfyrir grunnflöt 1. Dökkt ívaf frá hægri til vinstri: Nú er stigið á 1. skammel og fjölin lögð inn í skilið að fyrri munsturmerkingu. 2. skammel er nú stigið niður og haldið er áfram að ýta fjölinni í gegnum skilið sem nú myndast, að seinni munsturmerkingu. Þá er stigið aftur á 1. skammel og fjölinni ýtt áfram inn í skilið þar til hún liggur þvert á alla þræði. Fjölinni er nú ýtt að skeið, reist upp á rönd og haldið þannig. Far- ið er með dökkt ívaf í gegnum skilið sem fjölin myndar, gefið hæfilega upp í, fjölin tekin út og ívafið slegið að. 2. Ljóst ívaf frá hægri til vinstri: Munsturmerkingar eru látnar óhreyfðar. Byrjað er á að stíga á 2. skamm- el og fara með fjöl í skilið að fyrri munsturmerkingu. Þægilegast er að ýta hjálparfjölinni alltaf í skilið frá sömu hlið. (Hægra megin frá fyrir rétthenta.) 1. skammel stigið niður meðan fjöl er ýtt í skilið milli munstur- merkinga. Og aftur stigið á 2. skammel og fjöl ýtt inn í skilið. Fjöl reist upp á rönd við skeið og ofið með ljósu ívafi á sama hátt og áður með dökku. Nú eru báðar skyttur vinstra megin. Munsturformið er lagt við síðasta fyrirdrag og tyllt niður í það með títuprjónum. Formið er mátað við þræðina og merking- arnar færðar til og lagðar niður á milli þráða við útlínur munsturs. Munsturformið er brotið yfir voð- ina á meðan ofið er til að hægt sé að slá vefinn. 3. Dökkt ívaf frá vinstri til hægri: Stigið er á 3. skammel, fjöl ýtt í skilið að fyrri munsturmerkingu. 4. skammel stigið og fjöl ýtt í skil- ið að seinni munsturmerkingu. Aftur er stigið á 3. skammel og fjöl ýtt áfram inn í skilið. Fjöl reist upp á rönd við skeið. Ofið með dökku ívafi eins og áður en gæta þarf að því að víxla skyttum við jaðar þannig að báðir ívafslitir hylji alltaf jaðarþræði. 4. Ljóst ívaf frá vinstri til hægri: 4. skammel stigið niður og fjöl lögð inn í skil að fyrri munstur- merkingu. 3. skammel stigið niður meðan fjöl er ýtt í skilið milli munsturmerkinga. Aftur er stigið á 4. skammel og fjöl ýtt áfram inn í skilið og reist upp á rönd. Ofið með ljósu ívafi eins og áður. Merkingar færðar til eftir papp- írsformi. Aðrir munsturmöguleikar Ekkert er því til fyrirstöðu að vefa tvö eða fleiri munsturform í einu, en því seinlegra sem skiptingar milli skammela eru fleiri. Einnig er hægt að hafa fleiri liti í mottunni. Hrein munsturskil er hægt að fá með því að byggja munsturfleti upp á láréttum línum og skálínum sem hliðrast til um tvo þræði við annað hvert fyrirdrag. Þannig er hægt að gera t.d. lágreista tígla, skálínur eða skáskorna fleti. Frágangur Gengið er frá mottu með því að hnýta saman 4 uppistöðuþræði og leggja aukaþræði með í hnút til að kögur verði gerðarlegra. Herborg Sigtryggsdóttir, vefnaðarken nari Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ímynd Teikningar: Herborg Sigtryggsdóttir Mikið úrval af eftti til föndurgerðar G4RN og Smiðjuvegi 68 (gul gata) • Sími 564 3988 46 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.