Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 48

Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 48
3. Antia rykkir kragann. Kragarnir Þegar horft er á Önnu sauma kraga, virðist það ekki vera ýkja flókið verk. En nákvæmni þarf til, og nákvæmnin er samgróin hönd- um Önnu eftir allan saumaskap- inn. Hún saumar kragana eftir máli, og segir presta eiga allt frá einum og upp í tíu kraga. Það er misjafnt eftir því hversu mikið þeir nota þá. Kragarnir eru aðeins notaðir við hempuna og þeir prestar, sem klæðast svokallaðri ölbu við athafnir, nota þá ekki. Hver kragi er saumaður úr þrem lengjum, um 175 cm á lengd og 9 cm breiðum. Þær eru faldaðar fínlega á annarri langhliðinni, lagðar hver ofan á aðra og lengjan í miðjunni er saumuð við þær efri og neðri til skiptis með saumum þvert yfir efnið með u.þ.b. 2,5 cm millibili. Fyrstu árin notuðu þær Þórhildur og Anna svokallað Cambridge-léreft, sem Anna segir vera mun fínna ofið en léreftið sem nú fæst. Það er orðið svo dýrt að ekki þykja tök á að flytja það inn lengur. Kragarnir eru rykktir á lang- 5. Anna sittir drjtiga stund við að nudda stífelsinu í kragann. 6. Þá er komið að því að optia pípurnar. 48 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.