Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 20
Um hönnunar v ernd Fyrir 9 árum, nánar tiltekið árið 1988, birtist grein eftir undirritaða í tímaritinu Hugur og hönd undir fyrirsögninni Um mynsturvernd. Þar var m.a. fjallað um, að hvaða marki höfundalög vernduðu mynstur og aðra hönnun. Einnig var því lýst nokkuð í greininni, hve mjög það yrði til bóta, ef sett yrðu sérstök lög um mynstur- vernd. Fimm ár liðu þar til slík lög sáu dagsins ljós. Arið 1993 samþykkti Alþingi lög um hönn- unarvernd og tóku lögin gildi 21. maí 1994. Það er efni þessarar greinar að fjalla örlítið um helstu atriði þessara laga, sem nú hafa verið í gildi í 3 ár. Fyrst má spyrja þeirrar spurn- ingar, hvaða þörf sé fyrir vernd hönnunar umfram það, sem höf- undalög veita. Aðalvandamálið varðandi vernd höfundalaga ein- göngu er það, að þær kröfur, sem gerðar eru til þess að verk geti fallið undir höfundalögin, eru of strangar til þess að þjóna hönnun- arvernd sem skyldi. Hönnun og skreyting ýmiss konar er fyrst og fremst nýtt til framleiðslu á vör- um, gjarna í fjöldaframleiðslu, og hefur því að töluverðu leyti annað hlutverk en listaverk, sem aðeins eru búin til í einu eða mjög fáum eintökum. Það er því mikilvægt fyrir viðskipti og atvinnulíf, ekki síður en fyrir hönnuði sjálfa, að um þessi atriði gildi sérstakar reglur. En víkjum þá að gildandi lög- um um hönnunarvernd nr. 48/1993. Þar sem í texta er vísað til einstakra greina laganna verð- ur það gert innan sviga. Skilgreining hönnunar Hönnun er skilgreind í lögunum sem útlit og gerð vöru eða skreyt- ing hennar í tví- eða þrívídd og einnig er það skilyrði sett, að hönnunin verði hagnýtt í atvinnu- lífi (1. gr.). Fyrst og fremst er mið- Sólveig Ólafsdóttir. að við sjónskyn varðandi útlit eða skreytingu, en áferð eða efni getur þó haft áhrif, ef það skiptir máli um heildaráhrif hönnunar. Eigin- leikar vöru njóta ekki verndar né heldur tæknilegir þættir hennar. Til þess að skreyting njóti verndar, verður hún að vera hluti af vöru, hún getur ekki notið verndar ein og sér. Hins vegar þarf hluturinn, sem skreytingin prýðir, ekki að vera sérstæð hönn- un. Þannig getur skreyting á blómavasa fengist skráð, þó að vasinn sem slíkur sé ekki sjálfstæð hönnun. Eigi skreyting að prýða marga samstæða hluti, er hægt að fá svokallaða samskráningu á þeim. Skilyrðið um að hönnun verði hagnýtt í atvinnulífi snertir náið skilin á milli höfundarréttar og hönnunarverndar. Hönnun er veitt sérstök vernd gagngert til þess að auðvelda hagnýtingu hennar við fjöldaframleiðslu og er þess vegna afmörkuð með þess- um hætti. Höfundarréttur getur eftir sem áður skapast, ef hönnun- in uppfyllir skilyrði höfundalaga að því er varðar frumleika og list- rænt gildi og þá er ekkert því til fyrirstöðu að hönnun njóti vernd- ar bæði höfundalaga og hönnun- arlaga. Það skiptir fyrst og fremst máli þegar kemur að tímalengd verndarinnar, en hún er mun lengri samkvæmt höfundalögum. Hönnun getur þá notið verndar höfundalaga eftir að hámarkstími hönnunarverndar er liðinn. Einungis sérstæð hönnun nýtur verndar laganna (2. gr.). Til þess að hönnun geti talist sérstæð þarf hún að vera ný að mati kunnáttu- manna á viðkomandi sviði, sem geta verið bæði aðrir hönnuðir og framleiðendur. Hönnunin þarf einnig að vera frábrugðin því sem áður er þekkt frá sjónarhóli not- enda. Það eru heildaráhrifin og á- sýnd vörunnar sem skiptir máli við mat á því hvort hönnun telst sérstæð og ný. Sé óskað verndar á breytingum á eldri hönnun, verða breytingarnar að hafa afgerandi á- hrif á heildarsvip hönnunarinnar til þess að hún geti talist ný. Rétt er að geta þess ■ hér, að hönnun getur talist sérstæð þótt hún hafi birst almenningi allt að 12 mánuðum áður en umsókn um skráningu er lögð inn, ef birtingin er gerð fyrir atbeina hönnuðar eða einhvers sem öðlast hefur rétt hans (8. gr.). Þetta er kallað grið- tími, þ.e. hönnuður hefur eins konar umþóttunartíma áður en sótt er um skráningu án þess að missa rétt sinn. í hverju felst hönnunarvernd? Með hönnunarvernd fær hönnuð- ur einkarétt til að hagnýta hönnun sína í atvinnuskyni. Hönnunar- verndin verður til með tvennum hætti (4. gr.), annars vegar með skráningu á grundvelli umsóknar (skráð vernd) og hins vegar með því að gera vöru, sem hönnunin einkennir, aðgengilega almenn- ingi (óskráð vernd). Skráð vernd veitir miklu ríkari hönnunarvernd en óskráð, enda er það aðaltilgangur laganna að veita 20 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.