Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 27
skipasmíðina, en nú smíðaði hann skipin úr gulli og silfri. A þessum árum var Sverrir Haraldsson listmál- ari heimagangur hjá þeim hjónum og hafði hann mikil áhrif á Sigurð. Þá byrjaði tími smáskipanna, sem eru örsmá og mjög nákvæm smíði úr silfri og gulli, öll smíðuð eftir bestu fáanlegum teikningum. Má þar nefna Gullnu hindina frá 16. öld, gamla Gullfoss, aldamótakútter og togarann Ingólf Arnarson. Líkönin voru smíðuð í hlutfallinu 1:250 niður í 1:400. Þessi skip fóru öll á sýningar í London á árunum 1984-1989. Þess- ar sýningar voru jafnframt keppni í nákvæmni og handbragði. Sigurður hlaut þar fjórum sinnum verðlaun. Á síðustu tveimur árum hefur Sigurður bætt við tveimur skipum í þennan flokk, annars vegar er það Húnaröstin í hlutföllunum 1: 265 og nú síðast Hvalur 8 í hlut- föllunum 1: 250. Hollensk snekkja, 10 ctn, gull, silfur, demantur. Ingólfur Arnarson, 18 cm, silfur, mannshár. Sveinspróf í gull- og silfursmíði Um 1990 hætti Sigurður skrifstofu- störfum, sem hann hafði stundað í þrjá- tíu ár, og nú sneri hann sér algjörlega að silfursmíðinni. Hann tók sveinspróf í gull- og silfursmíði skömmu síðar og kom sér þá vel að eiga iðnskólapróf í handraðanum. Meistarar hans eru gullsmiðirnir Sigmar Ó. Maríusson og Stefán B. Stefánsson. Á þessum tímamótum breyttist smíðin, nú teiknar Sigurður allt sjálfur og úr verða skúlptúrar ólík- ir að lögun, tengdir blágrýtis- stöpli. Fyrst í stað smíðaði hann gjarnan eftir fyrstu teikningu en nú orðið eftir að hugmyndin hefur verið margteiknuð og þróuð. Sigurður Þórólfsson. Ljósmynd: Björgvin Pálsson Sýningar Fyrstu einkasýningu sína hélt Sig- urður 1987 í Hlégarði. Síðan sýndi hann á Húsavík 1990 og á Sauðár- króki 1991. Sýningin í Norræna húsinu 1992 sló aðsóknarmet og olli kaflaskilum. Við tóku miklar annir í smíðum tækifærisgjafa fyr- ir einstaklinga og hópa. Síðasta einkasýningin var svo í Gerðar- safni í Kópavogi á síðasta ári og tókst hún með ágætum. Guðrún Hafsteinsdóttir Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ímynd Hugur og hönd 1997 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.