Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 34
Hvað er list? Fáeinar ábendingar til umhugsunar og umræðu Spurningin um eðli listar er fjarri því að vera auðveld viðfangs. Satt að segja getur hver maður sagt sér sjálfur að við henni verður ekki fundið neitt öruggt svar eða óum- deilt. Er þá nokkur ástæða til þess að velta vöngum yfir henni - önn- ur en sú að njóta ánægjunnar sem slíkum vangaveltum kunna að fylgja? En hér er meira í húfi en á- nægjan ein. Listin er óaðskiljan- legur hluti af lífi okkar og þess vegna má gera þá kröfu til okkar allra að við leggjum rökstutt mat á listina og allt sem undir hana fell- ur. Með því að leita svars við spurningunni um listina væntum við þess að finna forsendur fyrir skynsamlegum skoðunum á þeim þáttum lífs og tilveru sem listinni tengjast. Að mínum dómi eru þrjár sér- stakar ástæður til að yfirvega list- ina og stöðu hennar í veruleika okkar: I fyrsta lagi hefur listin mikilvæga stöðu í þjóðfélaginu. Líf fjölda fólks snýst um að skapa list, njóta hennar og miðla henni. Hér eru því miklir hagsmunir í húfi sem ekki verður komist hjá að vega og meta. Ein mikilvæg spurning, sem hér vaknar, er þessi: Hversu miklu á þjóðfélagið að kosta til liststarfsemi og mennt- unar í listum? I öðru lagi greinir fólk á um list, hún er uppspretta deilna og átaka, ekki einungis um fjármuni, heldur um innra gildi þeirrar sköpunar eða tjáningar sem gjarnan er tengd verkum og störfum lista- manna. Spurningin er þessi: Eru til áreiðanlegir mælikvarðar á innra gildi listar, hvað er góð list eða léleg? í þriðja lagi skiptir listin okkur Öll máli, þótt með mismunandi hætti sé. Sumir lifa og hrærast í tónlist af einhverju tagi, aðrir í myndlist, eins og hún birtist til að mynda í málverkum, höggmynd- um eða kvikmyndum; og enn aðr- ir lifa fyrir orðlist, eins og hún er iðkuð í skáldverkum, ljóðum eða heimspeki. Spurningin sem hér vaknar er þessi: Hvaða máli skipt- ir listin í lífi okkar? Er hún upp- lyfting, skemmtun og afþreying. Eða hefur hún einhverja dýpri þýðingu fyrir okkur persónulega, jafnvel fyrir þá sem virðast helst ekkert vilja af henni vita? Þessar þrjár ástæður skírskota til þrenns konar skilnings á því hvað list er: I fyrsta lagi er listin viðamikil félagsleg starfsemi sem teygir anga sína um þjóðlífið allt. Það eru til leikhús, listasöfn og listaskólar - og það eru til listunn- endur, listgagnrýnendur, að ó- gleymdum listamönnunum: tón- skáldum, rithöfundum, málurum, skáldum, dönsurum, leikurum o.s.frv. I öðru lagi er listin sköpun eða tjáning sem miðar að því að sýna eða birta eitthvað með einstæðum hætti. List er ævinlega tæknileg framleiðsla sem krefst kunnáttu og færni - en einungis lítið brot tæknilegrar framleiðslu er talið til listar. Samkvæmt viðteknu við- horfi er greinarmunur tækni og listar einfaldur og skýr: Kenni- mark tækninnar er nytsemi, en kennimark listar er upplifun. Mælikvarðar nytseminnar eru hlutlægir og óháðir persónulegum smekk, en mælikvarðar upplifun- ar eru huglægir og háðir persónu- legum smekk. Af þessu leiðir sam- komulag um gildi tækni, en ósam- komulag um gildi listar. I þriðja lagi er listin ein mikil- vægasta vídd mannlegrar reynslu og hugsunar við hlið vísinda, trúar, tækni og íþrótta. Fólk nýtur lífsins með því að taka þátt í því lífi, þeirri sköpun eða sýningu sem á sér stað í þessum ólíku víddum mannlegrar viðleitni. I hugum sumra skipta íþróttir mestu máli: Þeir lifa fyrir kappleiki, finna mesta lífsnautn í því að vera bein- ir eða óbeinir þátttakendur í þeirri spennu sem fylgir því að sigra eða vera bestur í sinni grein. Aðrir finna lífsnautn sína á sviði vís- inda, trúar eða tækni. Og svo eru þeir sem telja listina veita aðgang að hinum æðstu gæðum lífs og til- veru. A milli þeirra þriggja viðhorfa til listar, sem lýst hefur verið, verða iðulega árekstrar: Einn lítur á listina sem félagslega starfsemi, annar skoðar hana sem einstaka sköpun og sá þriðji sem sérstaka, þýðingarmikla vídd eigin reynslu. Umræður fara þá gjarnan út um þúfur vegna þess að frumforsend- ur viðmælenda eru ekki þær sömu. Samkvæmt þeirri vinnutilgátu, sem hér er reifuð, þarf að glíma við spurninguna um eðli listar með því að brjóta til mergjar þenn- an þríþætta skilning á listinni sem félagslegri starfsemi, sem einstakri sköpun og sem sérstakri vídd mannlegrar reynslu. Eftirfarandi yfirlit yfir grein- ingu mína set ég fram lesendum til frekari glöggvunar: 34 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.