Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 5
til að teikna hann. Þar guggnaði ég og fór þar af leiðandi ekki lengra í teiknináminu". Smiðsmenntunin eða smiðs- hugsunin með sinni ögun, ná- kvæmni, þolinmæði og smiðsaug- að, sem þróast með starfsreynsl- unni, hafa án efa styrkt listrænt sjálfsnám Bigga. Aralöng seta á skólabekkjum svonefndra listaskóla er víðast tal- in geta alið af sér listamenn og menntun þar með talin nokkur forsenda fyrir listsköpun þeirra. Fáir draga í efa að mennt sé þar með máttur. En rétt eins og til að sanna afl sitt virðist móðir náttúra oft taka völdin og búa til sína eig- in listamenn, listamenn sem nýta brjóstvit sitt og tjáningarþörf án þess að njóta listrænnar menntun- ar í skólakerfinu. Þannig verða stundum til listamenn af guðs náð eins og sagt er. Verk Bigga eru dæmi um að listræn menntun þarf ekki að fara fram innan verndaðra skólaveggja, ef maður hefur þá gæfu að þroska sjálfur með sér sína eðlislægu eiginleika til að vaxa og eflast. Sérstæð verk Bigga sýna að mínu mati hve langt hag- leiksmaður nær í túlkun sinni með algjöru sjálfsnámi, natni, hógværð og einlægri sköpunargleði. Greinarhöfundur sat með ferða- tölvuna í kjöltunni einn eftirmið- dag síðla sumars hjá Bigga og horfði á hann skafa hrosshaus. Biggi hefur sínar skoðanir á hlut- unum, þó að hann beri þær ekki á torg frekar en verk sín og undirrit- uð mátti hafa sig alla við að „slá þær" inn í tölvuna. Biggi skilgreinir verk sín eftir hlutverki þeirra og tilurð. „Heildarnafn yfir öll verkin er skafmyndir, alls ekki höggmyndir, en það má líka kalla þau styttur eða bara myndir, sem síðan flokk- ast í þrennt, skúlptúra, fantasíu- andlit og ákveðnar persónur. Prjónninn er besta verkfærið á bergið, góður stálprjónn, um það bil 3 mm sver, helst úr prjóna- stokknum hennar ömmu. Þjöl, fín eða gróf, og skafjárn eða hefiltönn eru einnig mikilvæg áhöld". I skúlptúrum sínum er Biggi að fást við form, hlutföll og línur og Táknmyndir fyrir fyrirtækið Harka. Tvö sjónarhorn af myndinni Að ríða rasskati yfir haus, sem þýðir að fara offörum. klassískar línur kvenlíkamans vega þungt í mörgum þeirra. „Skúlptúrar þurfa ekki að vera af neinu sérstöku sem gerir það að verkum að hægt er að leika sér með formin. Skúlptúrar geta því líka verið fígúrur. Ég læt þá hugdettuna ráða í hvert skipti og bý til eitthvað sem ekki hefur verið búið til. Það er það eina sem ég get byggt á, ég byggi ekki á því sem annar er búinn að gera. Uppfynding er bara hug- detta. Ég er með ákveðna ímynd í höfðinu og bý hana til eftir hugdett- unni sem ég fékk úti í náttúrunni. Enginn hefur séð þessar myndir eins og ég. Þegar ég bý til myndir er ég að leika eftir því sem náttúran hefur gert en næ ekki nema litlu broti af því sem hún býður upp á. Ef mér tekst að gera hluta af því sem hún getur, þá er ég ánægður. Það er eitthvað svo eðlilega óákveðið í náttúrunni sem heillar mig. Þegar ég horfi á steina og kletta sé ég oft eintóm andlit í þeim. Heimaklettur er fallegasti klett- ur sem ég hef séð. Ég ólst upp við hann og hef séð hann í mörgum ljósbrigðum, rigningu, þoku, sól- skini, á kvöldin og á morgnana. Skemmtilegastur finnst mér hann í dumbungsveðri og þegar fer að skyggja á kvöldin, einnig þegar búið er að rigna mikið á hann. Hann er alltaf að breytast, hann er aldrei sá sami. I öllum eyjaklasan- um sérðu allskonar figúrur og myndir og litirnir eða hrynjandinn í litunum er ótrúlegur, fjölbreytnin er óendanleg. Ég sá einu sinni skírn Jóhannesar skírara í klettin- um, í rigningu á rigningarþjóðhá- tíðinni 1995. Þetta var eins og lækj- arfarvegur og er auðvitað ekkert nema mín hugsun. Þetta eru bara steinar, en þeir virkuðu svona á mig á þessari stundu. Ég get verið endalaust að sjá myndir, að búa til myndir í hugan- um, allur Heimaklettur er til dæm- is auðæfi af myndum. Flottustu skúlptúrar eru mjög einfaldir, eru ekki neitt, koma á ó- vart, en umfram allt verða þeir að vera tignarlegir. Það er tignarleik- inn sem gleður augað. Skúlptúrinn klárar sig sjálfur. Það er ekki hægt að hætta við hann Hugur og hönd 1997 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.