Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 15
þeirra reynir hún að láta njóta sín til fulls. Þá finnst henni einnig mikilvægt að sjálfur vefnaðurinn njóti sín. Hún byrjaði á að nota önnur náttúruleg vefjarefni í bland við málmvefinn, þannig skapaði hún andstæður og fjöl- breytni. Hún notaði tog og þel í sauðalitunum, einnig litað garn. íslenska hrosshárið er eitt af uppá- haldsefnum Katrínar. Það hefur marga frábæra eiginleika sem ger- ir það að kjörefni í skartgripi, mis- munandi litir, er sterkt og hlaðið spennu, líkt og fíngerð stálfjöður. Með því að blanda saman málm- þræði og mjúkum vefjarefnum skapar Katrín þokkafullar and- stæður í verkum sínum. En þegar hún notar eina tegund af málm- þræði verður yfirbragð verksins oft kyrrlátara, formaspil ljóss og skugga, sem er framkallað af við- komandi vefnaðartækni, er látið njóta sín til fulls. Skartgripir sem fólk velur sér verða oft eins og hluti af viðkom- andi persónu. Val á skartgripum þarf því að vanda eins og kostur er og hafa þá sterklega í huga per- sónuleika þess sem gripinn á að bera. Til að byrja með notaði Katrín mikinn tíma til að gera alls konar prufur, en nú þarf hún þess ekki lengur. Þegar hún hefur ákveðið sig vinnur hún yfirleitt hratt og ör- ugglega. Skartgripasmíði Katrínar vakti vissulega eftirtekt, var í ýmsu frábrugðin því sem á boðstólum var í skartgripaverslun- um borgarinnar. Henni fannst erfitt að verðleggja hlutina og ekkert auðvelt að taka á móti peningum frá fólki sem hún sá að hafði léleg fjárráð. En verst fannst henni að vera svona bund- in, hún átti aldrei frí. Og mest var að gera fyrir jólin, einmitt þegar hún vildi njóta þess að undirbúa jólin heima fyrir - og gera meira úr sjálfum jólamánuðinum eins og Danir gera. Það var auðvitað ekki hægt, hún neyddist til að hafa opið eins og hinir. Katrín segir að sér finnist opnunartími verslana á Is- landi kominn út yfir öll mörk, sal- an eykst ekki, hún bara dreifist meira. I Danmörku er t.d. lokað fyrir hádegi á aðfangadag ! Einnig var þetta erfitt á sumrin, hún hafði dágóða sölu til ferðamanna, en fannst erfitt að vinna 6 daga vik- unnar allt sumarið, einmitt þegar hún hefði viljað fá smá frí með telpunni sinni. Peningalega var þetta einnig erfitt. Það þurfti ekki nema einn lélegan sölumánuð þá var fyrirtækið lengi að rétta úr kútnum. En hún fékk ágætis kynningu á gripum sínum, fékk listamanna- laun í hálft ár, var tilnefnd til menningarverðlauna DV, o.s.frv. Mjög eftirtektarverða sýningu hafði hún í Stöðlakoti 1992 og einnig tók hún þátt í fjölmörgum sýningum á Norðurlöndum og verk hennar fengu góða dóma. En þrátt fyrir þetta hætti Katrín störfum á Skólavörðustígnum og lokaði fyrirtækinu. „Mig langar ekki til að fara út í þetta aftur, starfið er alltof einmanalegt fyrir mig", segir Katrín. Þetta er ein aðalástæðan, að hennar sögn, fyrir því að hún er á ný sest á skólabekk. Þótt hún hafi ekki getað hugsað sér kennslu fyr- ir 20 árum finnst henni í dag það starf gæti verið nokkuð spenn- andi. Ofeigur Björnsson gullsmiður bauð Katrínu að hafa gripi hennar í umboðssölu í Listgalleríi sínu á Skólavörðustígnum og þar eru þeir fáanlegir. Og enn er Katrín komin til Dan- merkur, nú í Den Danske Husflidshojskole sem er tiltölu- lega vel þekktur í Danmörku og þykir nokkru betri en Hándarbejdets Fremme í Kaup- mannahöfn, sem er landanum vel kunnur, því þar hafa margir ís- lenskir hannyrðakennarar stund- að nám. I Den Danske Husflidshojskole velja nemendur sér eina aðalgrein og eina aukagrein. Aðalgreinarnar eru vefnaður, keramik, textílhönn- un, saumaskapur, myndlist og það sem kallað er „træ og bolig". Katrín valdi vefnað sem aðalgrein og leðurvinnu sem aukagrein. Uppeldisfræðin er sú sama og kennd er í Kennaraháskólanum. I skólanum er mætingaskylda, verk nemenda eru metin, engin sérstök lokapróf. Á öðru námsári er 5 mánaða verklegt nám. Að námi loknu fá nemendur skírteini sem staðfestingu að þeir hafi lokið námi við skólann. Danir eru miklir handverks- menn, segir Katrín, það sést hvernig þeir kenna vefnaðinn. Þar er vel farið í öll smáatriði, stund- um óar henni nákvæmnin, en seg- ist læra ótrúlega mikið. Katrín segist fá kennsluréttindi þegar hún lýkur námi, getur kennt vefnað og leðurvinnu og einnig gullsmíði og hönnun. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún fór í þennan skóla sé sú að hún geti allavega tekið að sér kennslustörf ef henni tekst ekki að lifa af list- inni. En ekki síst var það líka af því að hún vonast eftir að geta notað vefnaðarkunnáttu sína í skartgrip- um sínum. Þegar þessi grein var skrifuð í maímánuði var Katrín að útbúa hluti sem áttu að fara til Belgíu, á Norræna textíltríennalinn. Textíl- félagið á íslandi bauð henni að sýna verk sín þarna og hún er mjög ánægð yfir að fá að vera með hluti sína í þessu umhverfi, hún hefur ekki áður sýnt með Textílfé- laginu. Hún verður því með verk sín á tveimur norrænum stórsýn- ingum nú í sumar. Um framtíðina segir Katrín að hún sé enn að miklu leyti óráðin nema að hún ætlar að ljúka námi sínu og halda áfram að þróa list- gripi sína. Hún segist ekki gera á- ætlanir langt fram í tímann, heldur tekur hún hlutina eins og þeir koma og hún gerir sitt besta til að vinna eins vel og henni er unnt. Þessi grein er næstum alfarið byggð á frásögn Katrínar. Hispurs- laus frásögn hennar er lærdómsrík og fróðleg og má sjá að hún hefur lagt hart að sér í vinnu, námi, þjálfun og starfi, en uppskeran er líka glæsileg og framtíðin lofar vonandi góðu. Það verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á listabrautinni hjá Katrínu Didrik- sen. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfs- son/ímynd Hugur og hönd 1997 15

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.