Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 21
öryggi varðandi réttarstöðu hönn- uða og framleiðenda. Skráning verndar ekki aðeins rétthafa gegn framleiðslu á eins hönnun eða mjög svipaðri, heldur einnig gegn markaðssetningu hennar, sölu eða leigu, inn- og útflutningi og öðr- um slíkum athöfnum við að koma vöru á framfæri. Skráð hönnunar- vernd gildir í fimm ár frá því að umsókn er lögð inn og skráningu má endurnýja til fimm ára í senn, allt að 25 árum (23. gr.). Berist skráningaryfirvöldum ekki beiðni um endurnýjun í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok skráningar- tímabils, skal skráning afmáð úr hönnunarskrá og tilkynning um það birt almenningi (24. gr.). Óskráð hönnunarvernd gildir aðeins í tvö ár frá því að hönnun varð fyrst aðgengileg almenningi fyrir tilstilli hönnuðar eða annars rétthafa og veitir vernd gegn bein- um eftirlíkingum. Oft getur reynst erfitt að sanna hvenær hönnun kom fyrst fyrir almenningssjónir, og því er þessi tegund verndar mun ótryggari en skráð vernd. Ó- skráð vernd getur aðallega komið að gagni fyrir hönnun, sem ætla má að hafi skamman líftíma og svari því ekki kostnaði að skrá hana. Hver öðlast rétt til hönnunarverndar? Hönnunarréttur tilheyrir hönnuði eða þeim sem öðlast hefur rétt hans (9. gr.). Hafi tveir eða fleiri unnið saman að hönnun, geta þeir öðlast réttinn sameiginlega. Nú getur staðið svo á, að tveir eða fleiri hönnuðir hafi unnið að sams konar eða mjög svipaðri hönnun án þess að vita hver af öðrum. Á þessu taka lögin með þeim hætti, að þau veita hverri hönnun ó- skráða vernd, en réttur til skráðrar verndar fellur þeim í skaut, sem fyrstur leggur inn umsókn um skráningu. Þó er gert ráð fyrir undantekningu frá þessu af sann- girnisástæðum, með því að þeim sem í góðri trú hefur hagnýtt hönnun í starfsemi sinni og lagt í það tíma, fé og fyrirhöfn, er heim- ilt að halda nýtingu sinni áfram þótt eins hönnun eða mjög lík sé sfðan skráð. Þessi réttur verður hins vegar ekki framseldur sér- staklega (10. gr.). Framsal hönnunarréttar Hönnunarrétt má framselja hvort sem er með atvinnurekstri eða einan sér (31. gr.). Gert er ráð fyr- ir því, að réttur til hönnunar- verndar fylgi atvinnurekstri við sölu nema öðruvísi sé um samið. Hönnunarréttur getur einnig verið í formi nytjaleyfis. Slík leyfi geta verið tvenns konar: sérstakt nytjaleyfi, sem veitir leyfishafa einkarétt á nýtingu hönnunar, og almennt nytjaleyfi, sem heimilar eiganda (hönnuði) að selja fleiri aðilum leyfi eða nota réttinn jafn- framt í eigin rekstri. Mikilvægt er fyrir hönnuði að ganga skýrlega frá framsalssamningum, svo að ekki þurfi að koma til óþarfa mis- skilnings í því efni. Mikilvægt er, að réttur aðili sé skráður í hönn- unarskrá og er því skylt að til- kynna aðilaskipti til hönnunar- skrár (34. gr.). Um skráningu Málefni hönnunarverndar falla undir iðnaðarráðherra og Einka- leyfastofan sér um framkvæmd laganna. Þar er haldin hönnunar- skrá fyrir allt landið og á skráin að vera aðgengileg almenningi. IIII. kafla laganna um hönnunarvernd er fjallað um umsóknir og skrán- ingu hönnunar, en of langt mál er að fara nákvæmlega út í þau atriði í stuttri grein sem þessari. ítarleg reglugerð um skráningu var gefin út 1994 (rg. nr. 178/1994) og er hún nauðsynleg handbók öllum þeim, sem þurfa að skrá hönnun hér á landi. Þegar umsókn um skráningu er lögð inn hjá Einkaleyfastofu, tekur hún umsóknina til athugunar með hliðsjón af almennum skilyrðum, sem hönnun þarf að uppfylla til þess að skráning fáist. Þessi at- hugun lýtur fyrst og fremst að formlegum skilyrðum, ekki er kannað hvort önnur hönnun, svipuð eða eins, sé þegar skráð. Hins vegar er hægt að krefjast slíkrar rannsóknar sérstaklega og þá gegn gjaldi. Uppfylli hönnun formleg skilyrði, er hún skráð og skráningin birt almenningi í riti Einkaleyfastofunnar. Umsækj- andi getur óskað eftir allt að sex mánaða frestun á birtingu efnis umsóknar sinnar, ef hann af ein- hverjum ástæðum vill halda því leyndu. Yrði þá aðeins birt að um- sókn hafi borist og tilgreint hver sé umsækjandi (21. gr.). Brot á hönnunarrétti Telji eigandi skráðrar hönnunar á sér brotið, á hann um nokkrar leið- ir að velja til að rétta hlut sinn. Krefjast má lögbanns við athöfn sem þegar er hafin eða sannanlega yfirvofandi og brýtur gegn hönn- unarrétti (35. gr.). Þessi kostur er mjög mikilvægur, þar sem það er oft mun þýðingarmeira fyrir hönnuð að geta stöðvað brot þeg- ar í stað og sótt síðan bætur í stað- festingarmáli heldur en að geta t.d. einungis farið í bótamál. Sé brot alvarlegt og framið af ásetn- ingi, t.d. ef um skipulagða brota- starfsemi er að ræða, getur rétthafi kært það til lögreglu og óskað op- inberrar rannsóknar og refsimeð- ferðar. Má þá dæma hinn brotlega til greiðslu fésektar eða jafnvel í varðhald eða fangelsi í allt að þrjá mánuði (36. gr.). Hér að framan hefur stuttlega verið fjallað um helstu atriði laga um hönnunarvernd. Setning lag- anna var tvímælalaust mikil rétt- arbót fyrir hönnuði og alla þá, sem tengjast framleiðslu og viðskipt- um með nytjalist. Ekki verður þó sagt að hönnuðir hafi streymt til Einkaleyfastofu til þess að láta skrá verk sín, því að skráningar hafa einungis náð tölunni 100 frá því að lögin tóku gildi 1994. Ég er sannfærð um að margir hönnuðir luma á góðum verkum, sem þeir ættu umsvifalaust að láta skrá. Skráningin er ekki kostnaðarsöm miðað við það öryggi, sem hún tryggir í atvinnulífi og viðskipt- um. Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur Hugur og hönd 1997 21

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.