Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 47

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 47
Prestakragar Onnu 1. Anna Kristmundsdóttir við göntlu Pfaff-sauma- vélina sem hún eignaðist kringum 1950 og enn gengur eins og klukka. Anna Kristmundsdóttir heit- ir kona sem sér um ákveðna þjónustu við presta landsins. Hún saumar pípukragana þeirra hvítu, stífar og strauj- ar og þvær þá þegar þörf er á. Hún er eina saumakonan á landinu sem sinnir þessum verkefnum. Anna fæddist í Stranda- sýslu árið 1908 og ólst þar upp. 29 ára gömul hleypti hún heimdraganum og hélt til Reykjavíkur. Hún réð sig í vist og tilviljun réð því að hún lenti á heimili Jóns Helgasonar biskups og konu hans. „Ég var ómöguleg fyrsta morguninn þegar ég gerði mér grein fyrir því hvar ég hafði verið ráðin. Mér fannst ég ekkert kunna eða geta og vildi helst fara heim með sama skipi," segir Anna þegar hún rifjar upp þennan tíma. En fjölskylda biskups tók Önnu vel og nið- urstaðan varð sú að hún vann þeim biskupshjónum meðan þau lifðu. Dóttir Jóns bisk- ups, Þórhildur, varð góð vinkona Önnu. Á styrjaldarárunum var lítið um innflutning og erfitt að fá vör- ur. Prestakragar fengust ekki flutt- ir inn frekar en annað. Þegar Jón biskup og prestar landsins tóku að verða uppiskroppa með kraga, tóku þær vinkonur, Þórhildur og Anna, það til bragðs að sauma kragana. „Við sprettum sundur krögum og prófuðum okkur á- fram og komumst að endingu upp á lag með þetta," segir Anna. Verklagni þeirra vinkvenna varð til þess að íslenskir prestar fengu haldið sínum forna sið, að hafa pípukragana virðulegu um háls- inn. Þessi kragi á sér forvera í tísku evrópska aðalsins á miðöld- um og færðist smám saman yfir í það að tilheyra embættisbúningi presta, hérlendis sem víðar. Og úr því farið var að sauma kragana varð ekki aftur snúið. Anna og Þórhildur sinntu þessu 2. Hálfsaumaður kragi. verki í sameiningu þar til Þórhildur lést árið 1977. Eftir það og til þessa dags hefur Anna haft saumaskapinn með höndum. Hún hefur á seinustu árum kennt nokkrum konum kragasaum- inn, til þess að verkþekkingin deyi ekki út þegar hún hættir sjálf að sauma. En hafði hún lært eitthvað til verka? „Nei, öðru nær, ég kom beint úr sveitinni minni og hafði hvorki lært hann- yrðir né nokkuð annað. En Þórhildur tók mig að sér, kenndi mér og uppörvaði," segir Anna. Hún hefur unnið við saumaskap árum saman auk þess að sauma prestakragana, á ýmsum saumastofum, seinast í Mod- el Magasín. Og þrátt fyrir árin hennar Önnu, sem eru að verða níutíu á næsta ári, eru fingurnir enn fimir og sinna verkinu svo að ekki verður að fundið. Gamla saumavélin, sem Anna eign- aðist upp úr 1950, malar í höndum hennar og hefur ekki bilað svo heitið geti í áranna rás. Hugur og hönd 1997 47

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.