Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 50

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 50
Hólmfríður Ámadóttir skipuð prófessor í textílmennt við Kennaraháskóla Islands Á haustdögum 1997 var Hólm- fríður Árnadóttir handmenntar- kennari og myndlistarmaður skipuð prófessor í textílmennt við Kennaraháskóla Islands. Hólmfríður hefur starfað sem handmenntarkennari í skólum Reykjavíkur frá árinu 1952. Hún hefur kennt á öllum skólastigum, m.a. við Myndlista-og handíða- skóla íslands. Hún hóf kennslu- störf við Kennaraskóla Islands 1967. Hólmfríður var skipuð lekt- or við Kennaraháskóla Islands árið 1976 og dósent frá árinu 1987. Hólmfríður var fulltrúi Kenn- araháskóla Islands í ýmsum námskrárnefndum menntamála- ráðuneytisins og átti mikið sam- starf við starfsmenn skólarann- sóknadeildar og skólaþróunar- deildar menntamálaráðuneytis. Með löngu og farsælu starfi að grunnmenntun og endurmenntun starfandi kennara hefur hún gegnt mikilvægu og stóru hlut- verki. Hólmfríður hefur mark- visst unnið að því að þróa textíl- menntir í skólum landsins til þess að þær verði námsgrein í takt við nútíma þjóðfélag. Sem myndlistarmaður hefur Hólmfríður verið brautryðjandi í pappírslist hér á landi og á því sviði hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í mörgum samsýning- um, bæði hér á landi og erlendis. Hólmfríður er vel kunn mörg- um lesendum þessa tímarits. Hún var um skeið í ritnefnd, skrifaði greinar og birti myndir af textíl- verkum sem vöktu athygli. Einnig hafa birst í Hug og hönd frásagnir og myndir af verkefnum og verk- um nemenda hennar í Kennarahá- skóla Islands. Skipun Hólmfríðar í embætti prófessors í textílmennt við Kenn- araháskóla Islands er mikil og verðskulduð viðurkenning á verk- um hennar. En þessi atburður markar einnig ákveðin tímamót í sögu list- og verkgreina á Islandi. Nú hafa þessar námsgreinar nálgast mjög það takmark að vera taldar jafn- mikilvægar bóklegum greinum. Það er mikið ánægjuefni fyrir alla þá sem vilja meiri framgang og virðingu list- og verkgreina í skól- um landsins og þjóðfélaginu öllu. Hugur og hönd sendir Hólmfríði Árnadóttur hugheilar árnaðaróskir. Þórir Sigurðsson NORRÆNU HEIMILISIÐNAÐARBLÖÐIN Danska blaðið Nafn: Husflid. Útgefandi: Dansk Husflidsselskab. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 190 Dkr. Heimilisfang: Husflid, Tyrebakken 11, 5300 Kerteminde, Danmark. Norska blaðið Nafn: Norsk Husflid. Útgefandi: Norges Husflidslag. Kemur út 5 sinnum á ári. Áskriftargjald: 233 Nkr. Heimilisfang: Norsk Husflid, Kirkegt. 32, Pb 860 Sentrum, 0104 Oslo, Norge. Sænska blaðið Nafn: Hemslöjden. Útgefandi: Svenska Hemslöjdsföreningarnars Riksförbund, SHR. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 268 Skr. Heimilisfang: Kungsgatan 51, 903 26 Umeá, Sverige. Finnska blaðið Nafn: TAITO (Hemslöjd och konsthantverk med svensk bilaga). Útgefandi: Förbundet for Hemslöjd och Konsthantverk. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 280 Fim. Heimilisfang: Taito, Oy Edita Ab, Lehtiyksikkö PL 800, 00043 Helsinki, Finland. Fax +358 9 566 0380 50 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.