Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 38
Golftreyja Stærð: 4- 6 ára Yfirvídd: 88 cm Sídd: 46 cm Ermalengd: 29 cm Efni: Létt-Lopi, litur nr 9437 (rauð- ur) 150 g, litur nr 9442 (blár), nr 9438 (rauðbleikur), nr 9420 (dökk- blár), nr 0053 (mórauður), 50 g af hverjum lit. 7 tölur . Prjónar: Hringprjónar nr 3 1/2 og 5, 60 cm langir, sokkaprjónar nr 3 1/2 og 5. Prjónfesta: 18 lykkjur og 21 umf = 10 x 10 cm mælt á bol. Peysan er prjónuð með tvíbanda- prjóni, bolurinn er prjónaður fram og aftur, slétt á réttu, brugðið frá röngu. Þegar prjónað er tvíbanda- prjón verður annar liturinn ríkj- andi en hinn víkjandi. Haldið á báðum böndum þegar prjónað er, ríkjandi liturinn er lagður yfir vísifingur, víkjandi liturinn yfir vísifingur og löngutöng. Svo prjónið verði áferðarfallegt, er mikilvægt að sama röð haldist allt tvíbandaprjónið. Ef prjónað er fram og aftur verður að víxla lit- um þegar prjónað er frá röngu. Þ.e. víkjandi liturinn er þá lagður yfir vísifingur en ríkjandi liturinn yfir vísifingur og löngutöng. Bolur: Fitjið upp 132 1 með rauð- um lit á hringprjón nr 3 1/2, prjón- ið fyrstu og síðustu 1 sem eru jað- arlykkjur sléttar frá réttu og röngu (hnútajaðar), prj brugðningu, 2 sl, 2 br, 3 cm. Aukið út í síðustu umf um 31 1 með jöfnu millibili. Þá eru 163 1 á. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prj tvíbandaprjón eftir reita- munstri þannig: 1 jaðarl, 161 1 tví- bandaprjón, endað á 1 jaðarl. Prj upp að handvegi, sjá teikningu. Handvegur: Prj 38 1, setjið 8 1 á bandspotta, prj 71 1, setjið 8 1 á bandspotta, prj 38 1. Geymið bolinn. 38 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.