Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 29
Mynd á fyrstu sýningarskrá Katrínar í Bogasalnum 1970. fékk Katrín inngöngu í skólann og valdi að stunda nám í hagnýtri myndlist. í deildinni voru kennd undir- stöðuatriði nokkurra listgreina, t.d. í textílvinnu, leirmótun og ým- iss konar þrívíðri myndgerð. Eðli- lega var teiknun og málun svo fléttuð inn í þetta nám ásamt lista- sögu og málanámi. Að sögn Katrínar var skipulag námsins nokkuð laust í reipunum, en bót var í máli að kennararnir voru mjög færir og áhugavekj- andi. Hún minnist þess að Sigrún Jónsdóttir kenndi mynsturteikn- ingu og hönnun og Guðrún Jónas- dóttir vefnað. Myndlistamennirn- ir Sigurður Sigurðsson, Sverrir Haraldsson, Bragi Ásgeirsson og Gerður Helgadóttir kenndu þar, einnig Björn Th. Björnsson sem kenndi listasögu og Lúðvíg skóla- stjóri þýsku. Katrín segist hafa kynnst á þessum tíma mörgum þáttum mynd- og handmenntar og hlotið góða og nauðsynlega þjálfun sem henni nýttist vel. Næsta haust fór hún í Kennara- skólann og hóf þar tveggja vetra nám í Handavinnukennaradeild- inni. Þar var annað yfirbragð á náminu en í Handíðaskólanum. Skipulag námsins var gott, vand- virkni og nákvæmni í heiðri höfð, ekki mátti sporinu halla og allt varð að vera upp á millimetra. Námskröfurnar voru miklar og vinnutíminn oft langur. Kennar- arnir Elínbjörg Bjarnadóttir, Sig- ríður Arnlaugsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir voru framúrskar- andi, hver á sinn hátt. Kennara- prófi lauk Katrín 1959. Eftir kennaraprófið fór hún um sumartíma í Handlistaháskólann í Kerteminde í Danmörku. Þar stundaði Katrín ýmsa námsþætti sem síðar komu að góðum notum við listsköpun hennar. Haustið 1960 hóf Katrín kennslustörf við Héraðsskólann á Laugarvatni, var þar einn vetur en kenndi síðan myndmennt og handavinnu við Langholtsskólann frá 1963 og síðar við Árbæjarskóla til 1972. Jafnframt stundaði hún nám við Myndlista- og handíða- skólann og fór í kynnisferðir og á námskeið erlendis. Enn var hún þó að leita að farvegi fyrir eigin listsköpunar- og tjáningarþörf. Batikverkum kynntist Katrín fyrst hjá Sigrúnu Jónsdóttur list- iðnaðarkonu sem, eins og áður er getið, var kennari hennar í Hand- íðaskólanum. Batiktæknina, það að vinna með vax og lit, lærði hún skömmu eftir 1960 hjá textíllistakonunni Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Sumar- ið 1963 fór Katrín að vinna sín fyrstu verk í batik. Þá fór hún að fikra sig áfram með hugmynd að myndefni sem hún hafði alllengi verið að úthugsa og þróa með sér. Hún teiknaði margs konar þjóðlífs- myndir og útfærði þær í batik. Þessi verk seldi Katrín fyrst í verslun Is- lensks heimilisiðnaðar, Ramma- gerðinni og listiðnaðarversluninni Dimmalimm. Sala batikverkanna gekk vonum framar. Þegar hér var komið sögu fór eiginmaður Katrínar, Stefán Hall- dórsson kennari, að aðstoða hana við útfærslu myndanna. Verk- stæði útbjuggu þau heima hjá sér, þannig var hægt að nota hverja Hugur og hönd 1997 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.