Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 35
Þrjár ástæður til að yfirvega list(ir) 1. Þríþætt gildi listar: a. Ytra gildi/þjóðfélagslegt gildi b. Innra gildi/sjálfstætt gildi (huglægni / hlutlægni) c. Persónulegt gildi (ónauðsyn- leg afþreying/lífsnauðsyn) 2. Sérhvert þessara þriggja gilda er umdeilanlegt og býður heint sérstakri gagnrýninni rökræðu: a. Rökræðan um þjóðfélagslegt gildi listar snýst um tilkostn- að/ávinning af list (hagnýtt gildi) b. Rökræðan um innra gildi list- ar snýst um það hvort list sé huglæg/hlutlæg (sannleiks- gildi) c. Rökræðan um persónulegt gildi / lífsgildi lista snýst um það hvort list sé ónauðsynleg afþreying/lífsnauðsyn (lífs- gildi) 3. Af þessari þrískiptingu má sjá að rökræðan um listina verður að fara fram í tveimur stigum: a. Fyrst verður að gera sér grein fyrir því að þessi þrjú svið rökræðunnar eru í eðli sínu ólík. Til sanns vegar má færa að drjúgur hluti þeirrar ó- reiðu sem einkennir orðræð- una um listina skapist af því að þessum þáttum er ekki haldið nægilega vel aðgreind- um í upphafi. Slík aðgreining er nauðsynleg forsenda fyrir því að skapa skynsamlegan grundvöll fyrir rökræðuna um listina. Að öðrum kosti hangir hún í lausu lofti, eins og glöggt kemur fram í því al- genga viðhorfi að „um list verði ekki rætt af viti". Til að leið rökræðuna til lykta á þessum ólíku sviðum verðum við að beita ólíkum mæli- kvörðum: • Rökræðan um þjóðfélagslegt gildi listar er hagnýt og mæli- kvarði hennar því árangur eða árangursleysi fram- kvæmda og athafna • Rökræðan um innra gildi list- arinnar er fræðileg og mæli- kvarði hennar því sannleiks- gildi setninga • Rökræðan um persónulegt gildi listarinnar er tilfinninga- leg og mælikvarði hennar því vellíðan eða vanlíðan einstak- lingsins b.Síðan má spyrja hvort þessi þrjú svið rökræðunnar séu ekki aðeins ólík, heldur jafn- framt ósambærileg, eða hvort þau eigi sér sameiginlega rót og í hverju hún væri fólgin, þ.e. hvort lögmætt sé að tala um „list(ina)" í eintölu. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Páll Skúlason Lesendur! Hafið þið athugað að með því að gerast félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Islands fáið þið: 10% afslátt í versluninni íslenskum Heimilisiðnaði 10% afslátt af námskeiðsgjöldum í Heimilisiðnaðarskólanum Ársrit Hug og hönd innifalið í árgjaldinu Fréttabréf félagsins og fréttabréf Handverks - reynsluverkefnis með upplýsingum um allt sem er á döfinni varðandi málefni handverks- fólks, um sýningar, kynningar o.fl. Tekið er á móti skráningum á skrifstofu Heimilisiðnaðarfélagsins, í síma 551 5500 eða 551 7800. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Hug og hönd. Nýir áskrifendur og félagar fá þrjú eldri blöð af Hug og hönd í kaupbæti. Hugur og hönd 1997 35

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.