Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 45
Stærð mottu: Breidd 75 cm, lengd 120 cm auk kögurs. Uppistaða: Dökkblátt netagarn 12/6. Ivaí: Bómullartuskur hvítar og dökk- bláar u.þ.b. 1000 g af hvorum lit. Breidd á ræmum: Um 2-3 cm. Áhöld: 2 teppaskyttur; 4-6 cm breið hjálparfjöl, 85-90 cm á lengd. Breidd í skeið: 80 cm. Varp: 2 þræðir á cm. Skeið 20/10, 1 þr. í hafald, 1 þr. í tönn (2 þræðir í hafald og tönn í jöðrum). Þráðafjöldi: 162. Uppistaða í eina mottu: Slöngulengd: 2 m. Efnismagn uppistöðu: 324 m / um 100 g. Aðferð Mottan er ofin með brekánsaf- brigði. Ofið er með tveimur ívafs- litum til skiptis og ríkja þeir hvor á sinni hlið. Mottan hefur þannig tvær ólíkar hliðar og hægt að snúa henni á hvorn veginn sem er. Á munsturflötum skipta litir um sess. Ljóst munstur á dökkum grunni öðrum megin og dökkt munstur á ljósum grunni hinum megin. Munsturskil er gert með hjálp aukafjalar. Til þess þarf að stíga niður 2 skammel til skiptis meðan farið er með fjölina inn í rétt skil. Fjölin er síðan reist upp á rönd til að halda skilinu opnu við munsturflöt á meðan farið er með skyttuna í gegn. Munstur f þessum vefnaði er gerð tilraun til að brjóta upp hefðbundna munsturgerð og vefa munstur sem eru að formi óháð tæknilegri upp- setningu í vefstólnum. Munstur- formin þurfa að vera einföld. Lita- skil verða svolítið ójöfn þannig að munstrin mega ekki vera of smá- gerð. Munsturform eru teiknuð upp á pappír og klippt út. Á þessu teppi eru notuð tvö lauflaga form sem eru endurtekin og látin snúa á mismunandi vegu. Tuskur í ívaf Best er að nota slitin rúmföt í tuskumottur. Auðvelt er að lita rúmfötin í þvottavél og nota til þess þar til gerða tauliti. í þessari mottu er blái liturinn fenginn með því að nota saman einn pakka af kornbláu og hálfan pakka af svörtu. Þegar slitin rúmföt eru lituð vill liturinn oft festast misvel í efninu eftir sliti. Þetta telst frekar kostur í tuskumottum því með mismun- andi litbrigðum fær mottan skemmtilegra yfirbragð. Þegar rúmfötin hafa verið lituð eru þau rifin í ræmur 2-3 cm breið- ar. Ræmurnar eru tengdar saman á endum með kleinuhnút. Kleinuhnútur Klippt er u.þ.b. 2 cm rauf í enda tuskuræmanna. Ræmurnar eru tengdar saman eins og sýnt er á teikningum. Mismunandi bómullarefni, lituð með sama lit, geta tekið misjafn- lega við litnum. Því þarf að gæta að því að blanda saman ræmum úr mismunandi efnum, ef um það er að ræða, til að fá ekki áberandi lita- skipti. Hvítu tuskurnar eru úr ómunstruðum efnum (lök). Mottan ofin Bekkir í endum: Ofnir eftir stig- munstri. Stigmunstur fyrir bekk Hf Blátt ívaf n Hvítt ívaf HJI Hafaldainndráttur Uppbinding Einlitir fletir: Ofnir eftir stig- munstri. Hér er dökkt ríkjandi á efra borði. Stigmunstur fyrir einlit fyrirdrög, blátt á efra borði, hvítt á neðra borði Hugur og hönd 1997 45

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.