Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 42
Frá Heimilisiðnaðar- félagi Islands Við opnunarhátíð Fálkahússins í swnar dönsuðti félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur í Hafnarstræti. Starf innan Heimilisiðnaðarfélags- ins hefur undanfarið ár að mestu leyti farið fram með hefðbundnum hætti. Fastanefndir hafa starfað af fullum krafti, skólanefnd við hlið skólastjóra og ritnefnd að útgáfu ársritsins. Fræðslu- og fundanefnd hefur haldið kynningar- og skemmtifundi og safnnefnd skráði muni safnsins. Málefni verslunar- innar hafa verið í brennidepli sök- um bágrar afkomu undanfarin ár. Verslunarstjórn starfaði með frá- farandi framkvæmdastjóra, en sagði af sér þegar hann hætti störf- um. Eftir aðalfund tók gæðanefnd til starfa við verslunina. Stjórn hélt félagsfundi þar sem staða félagsins og einkum verslun- arinnar var rædd, einnig voru lagðar til breytingar á skipulagi í stjórn og starfi í félaginu. Leiddi það m.a. til þess að stjórn valdi 3 úr eigin hópi til að starfa af hálfu stjórnar sem framkvæmdanefnd hennar. Hafa mál verslunarinnar tekið nær allan tíma nefndarinnar og orku. Með því að endurskipu- leggja og framleigja stóran hluta af húsnæði hennar hefur verið leitast við að ná hagstæðari rekstri. Versl- unin hefur verið rekin með halla undanfarin 2 ár og þetta ár lofar ekki góðu. Verður spurningin æ á- leitnari, hvort félagið eigi að standa eða geti staðið í þeim rekstri áfram. Staðan í sölumálum á heimilisiðnaði, handverki og list- handverki er gjörólík því sem var þegar verslunin var stofnuð 1951. Þá voru sölustaðir svo til óþekktir en nú skrást þeir a.m.k. 100 á land- inu. Er sú þróun hin ágætasta og margir þessir staðir eru reknir af metnaði með ágætum vörum. Verslunin Islenskur heimilisiðn- aður hefur verið rekin undanfarin ár að Hafnarstræti 3 í húsi því sem oft er kallað Fálkahúsið. í hluta af Ullarvörur og ýmsir trémunir skipa veglegan sess í versluninni Islenskum heimilisiðnaði. fyrra verslunarhúsnæði eru nú ýmis fyrirtæki tekin til starfa sem sinna ferðamálum. Þessi nýja Ferðamiðstöð, sem verslunin tek- ur þátt í, var opnuð við hátíðlega athöfn 23. júní sl. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig henni muni farnast. Tímamót urðu í verslunar- rekstrinum 31. janúar sl. Gerður Hjörleifsdóttir, sem starfað hafði sem verslunarstjóri og fram- kvæmdastjóri í íslenskum heimil- isiðnaði í rétt 30 ár, lét þá af störf- um. A löngum ferli sínum í félag- inu hefur hún unnið að málefnum félagsins, setið í ritstjórn ársritsins, valið muni til safns félagsins og staðið fyrir fræðslu og sýningum í versluninni. Hún hefur allt frá byrjun verslunarinnar í Hafnar- stræti 3 mótað hana. Eru henni þökkuð margvísleg störf á löngum starfsferli. Einnig lét starfsfólk í verslun- inni af störfum eftir langa og dygga þjónustu. Er því þakkað fyr- ir vel unnin störf. Heiður Vigfúsdóttir Ljósmyndir: Gréta Pálsdóttir 42 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.