Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 14
 Brjóstnál úr silfri og gulli. Armband úr silfri, oxuðum kopar og hrosshári og eyrnalokkar lir oxuðum eir. Aðeins einu sinni fengu þau að ferðast í Metró, það var þegar þau fóru til Versala. Þessi námsferð var mjög fræðandi og vel heppnuð. Tíu dögum eftir heimkomuna úr Parísarferðinni opnuðu nem- endurnir sýningu í danska utan- ríkisráðuneytinu. Katrín átti ekk- ert tilbúið á þá sýningu þegar hún kom heim frá París. Þess vegna varð hún heldur betur að taka til hendinni og vinna fram á nætur. Á þessum tíma, og reyndar ennþá, var hún mjög hrifin af að vinna úr örfínum ryðfríum stálþræði, fannst hann hafa sambland af ein- hverju hráu og hættulegu, en um leið með ótrúlegt ljósspil í sér og töluvert „elegant". Hún bjó til hringi úr gulli og stáli og svo aðra úr kopar og stáli, kallaði þá kokk- teilhringina, því maður fer ekki með þannig hringa í uppþvottinn!! Áður en sýningin var opnuð kom þangað á vegum ráðuneytisins fín og virðuleg nefnd sem oft kaupir gripi á sýningum. Og nefndin á- kvað að kaupa einn af kopar/stál hringunum hennar Katrínar. Og þegar hún og einn bekkjarfélagi hennar voru beðin að koma í viðtal til dagblaðsins Politiken pantaði blaðakonan, sem tók viðtal við þau, einn sams konar hring!! Eftir fyrsta árið sýndu nemend- urnir í Galleri Metal og svo voru lokaverkefnin þeirra sýnd í Kunstindustrimuseum. „Þetta var góður skóli", segir Katrín. Og nú lá leiðin aftur heim til Islands. „Já , það var eiginlega mamma sem ýtti mér út í að opna eigið verkstæði og verslun", segir Katrín, sem var sjálf búin að sjá laust, hentugt húsnæði á Skóla- vörðustíg 17 b. En vegna peninga- leysis var hún ekki á þeim buxun- um að fara út í neinar slíkar fram- kvæmdir. Einn daginn rak móðir hennar augun í þetta húsnæði og hvatti dóttur sína til að opna þar verkstæði og verslun. Ákvörðun var tekin og síðan gengu hlutirnir hratt fyrir sig. Vinkona Katrínar, Hafdís Hafliðadóttir arkitekt, hjálpaði henni við innréttingarnar og ágætur smiður setti allt í stand. Ljósin komu frá Lumex og allt í einu var Katrín komin með eigið fyrirtæki. Seinna sama ár opnuðu þeir Þorbergur í G-15 og Ofeigur sín gallerí. Þetta fór hreinlega að minna á göturnar í París! Gull- smiðaholtið!! Þetta var reyndar líka góður skóli, en óttalegt basl. Katrínu fannst gaman að vinna hlutina og líka gaman að finna rétta hlutinn með viðskiptavininum og fá við- brögð frá honum - en henni leidd- ist „búðarkonuhlutverkið". Hún segist yfirleitt taka sér langan tíma til að íhuga og velta fyrir sér hvernig hlutirnir eigi að vera, reyndar með mismikilli ein- beitni. Hún segist aldrei teikna með blýanti og penna, hún teiknar í huganum ef hægt er að taka þannig til orða, sér hlutina fyrir sér. Fyrir hana skiptir formið, á- ferðin og litirnir máli, ekki síst í málmunum sjálfum, sérkenni 14 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.