Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 49

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 49
7. Að endingu straujar Anna hverja einstaka pípu kragans með sérsmíðuðum lóðbolta. hliðinni þar sem lengjurnar eru ó- faldaðar og þar með er málið utan um hálsinn ákveðið. Anna saumar breitt bendlaband utan um rykk- inguna til frágangs og saumar krókapar á endana þar sem krag- anum er krækt saman. Þar með er saumaskapnum lokið að mestu, en verkinu er ekki lokið, eftir er að gefa kraganum endanlegt útlit með því að stífa hann og strauja. Stífingin Það sem ræður útliti kragans er hversu vel tekst til að stífa hann. Anna notar tvær gerðir af vaxi auk stífelsis af sérstakri gerð. Þetta mælir hún allt eftir tiltekinni upp- skrift og sýður saman, ákveðið magn fyrir þann fjölda af krögum sem hún er að hreinsa eða sauma hverju sinni. Þegar hún hefur gegnvætt kragann hefst hún handa við að nudda stífelsinu, sem er orðið að þykkum graut við suð- una, inn í kragann. Það þarf að vanda vel til þess, svo að kraginn fái sitt rétta útlit. Þegar kraginn þomar með grautnum, má líkja honum við vel hert harðfiskband, eins og Anna kemst að orði. Straujunin Anna hefur komið sér upp áhöld- um til að strauja kragana. Hún not- ar hringlaga hnall, sem smíðaður er úr spónaplötum, til að festa krag- ann utan um meðan hún straujar. Hún bleytir kragann aftur til að strauja hann. Þá er hún með áhöld sem hún smíðaði sjálf úr nautsbeini til þess að stinga inn í pípurnar til að opna þær og halda þeim sundur meðan hún straujar. Til þess notar Anna lóðbolta sem var endurhann- aður fyrir hana til að nota í þessum tilgangi. Framan á hann var fest járn sem passar í pípurnar á krag- anum og þannig straujar hún þá, opnar hverja einustu pípu og sting- ur straujárninu í hana. Þetta er þol- inmæðisvinna, sem myndi ekki henta neinni ákafamanneskju. Það er skemmtilegt að fylgjast með þessu, sem Anna líkir við harðfisk- band, verða að hinu virðulega emb- ættistákni prestanna í höndum hennar. Að vanda er unun að fylgj- ast með fólki vinna sem kann verk sitt til hlítar og sinnir því af alúð. Gréta E. Pálsdóttir Ljósmyndir: Gréta E. Pálsdóttir 8. Þannig líturfull- saumaður og frágenginn prestakraginn út. Hugnr og hönd 1997 49

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.