Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 17
Ur farmannalögum. Um helga trú. Einn þáttur í ánægju okkar var vitundin um að verkið hefði list- rænt gildi. Við vorum að færa brot úr sögu fortíðarinnar í nýjan bún- ing og leggja fyrir augu nútímans. Þessi samstarfsvinna var líka meira en afþreying, hún gaf okkur einnig minningar sem lifa og auk þess þjálfun fyrir huga og hendur. Ragnheiður vakti yfir vinnu- brögðum okkar af stakri ná- kvæmni og þolinmæði að allt mætti fara vel úr hendi og hvergi væru lausir endar eða hálfsaumuð spor þegar upp var staðið." Konurnar sem saumuðu teppin voru tuttugu og fimm, nöfn þeirra eru saumuð aftan á eitt teppið. Þegar mynstrið var fullsaumað og uppfylling hófst gátu tólf konur saumað í einu, hver í sínu horni á teppunum. Vinnan tók átján mán- uði enda eru sporin 420 þúsund og verkinu luku þær árið 1996. Teppin eru öll mikil listaverk sem hönnuð- ur, saumakonur og kennari eiga mikið lof fyrir. Það var svo 8. maí 1996 að kon- urnar efndu til mikils kaffi- samsætis og afhentu borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, teppin við hátíðlega athöfn. Þau verða samt áfram á Sléttuvegi 11- 13 nema fundinn verði annar betri staður fyrir þau. II. Hér hefr krístins dóms bálk með konunga erfðatali. Hér segiR um helga tRú. Kap.1. Þat eR upphaf laga váRa íslendinga, sem upphaf eR allRa góðRa hluta, at véR skulum hafa ok halda kRistiliga tRú. VéR skulum tRúa á guð fpðuR als- valdanda skapaRa himins ok jarðaR. VéR skulum tRúa á váRn dRottin Jesum ChRistum, hans einka son, eR getínn eR af kRapti heilags anda ok fæddR af Máríu meyju, píndR undiR Píláts valdi, kRossfestR, deyddR ok gRaffinn, fóR niðR til helvítis ok leystí þaðan alla sína vini). Ur Jónsbók, útg. 1904, samantekt Ólafs Halldórssonar. IX. HéR hefR faRmannalpg ok gReíníR hversu þeiR skulu með því faRa. Kap. 1. Sú eR ein Ipgtig fartekja en engi pnnuR at í hpnd skal taka stýRimanni eða hans Ipgligum umboðsmanní ok nefna vítni við tvau eða fleiRi, ok segi þeiR til áhafnaR eR faRi taka, en hínn til leigu- buRðaR eR skip byggviR. En ef þá skilR á um kaupmála sinn, þá hafi sá sitt mál eR vitní fylgiR, ok beRi þeiR svá ok sveRi eptíR, at véR heyRð- um oRð ykkuR beggja ok váRu þit þá sáttiR ok samkaupa um faRtekjuR ok svá um lest ok leigu,- þá eR þat vitní Ipgliga boRit ok atpl gfullu faR tekít eptiR faRmannalpgum Réttum. Úr Jónsbók, útg. 1904, samantekt Ólafs Halldórssonar. Giiðrúm Hafsteinsdóttir Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ímynd Hugur og hönd 1997 17

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.