Fréttablaðið - 18.03.2020, Síða 9

Fréttablaðið - 18.03.2020, Síða 9
Mikið mæddi á landlækni árið 1918 þegar spænska veikin gekk. Síðan þá hafa gengið minni faraldrar en ekkert í líkingu við það sem nú á sér stað þegar COVID-19 geisar. Net- og Tv þjónusta Uppsetning- Viðgerðir- Stillingar Netbúnaður- Netlagnir Ljósleiðaratengingar Loftnet- Gervihnattabúnaður Dyrasímar- Raflagnir Netogtv.is S-8942460 Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. Þann 18. mars árið 1760 var Bjarni Pálsson skipaður fyrsti landlæknirinn. Bjarna var minnst með myndarlegum hætti á liðnu vori þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu hans. Hinum fyrsta land- lækni var sett allítarlegt erindis- bréf, þar sem honum var m.a. falin umsjón með heilbrigðismálum landsins, að veita sjúkum lands- mönnum læknishjálp og kenna mönnum lækningar í því skyni að útskrifa þá sem fjórðungslækna á Íslandi. Landlæknir átti einnig að uppfræða ljósmæður, vera lyfsali og sjá um sóttvarnir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og embættið vaxið og eflst, en þar vinna nú um 70 manns. Emb- ætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Verkefnin eru ærin og afar fjölbreytt en samkvæmt lögun- um er embættinu ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna og efla lýð- heilsustarf í landinu. Í því sambandi er eitt af mikilvægum hlutverkum landlæknis að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi, ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins. Mikilvæg verkefni eru eftirlit með heilbrigðisþjónustu, heilbrigðis- starfsmönnun og lyfjaávísunum. Þá vinnur embættið að því með heil- brigðisráðuneytinu, öðrum stofn- unum og heilbrigðisstarfsmönnum öllum að því að efla gæði og öryggi þjónustunnar og að vinna að fram- gangi Heilbrigðisstefnu. Embættið veitir starfsleyfi þeim 34 skráðu starfsstéttum sem hér eru og veitir leyfi til rekstrar, sinnir kvörtunum almennings vegna heilbrigðis- þjónustu og vinnur úr alvarlegum atvikum. Æ mikilvægari þættir í starfi embættisins eru að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu en brýnt er að ákvarðanir byggi á vönduðum gögnum auk þess að þróa og sinna málefnum rafrænnar sjúkraskrár. Því eru gæði og öryggi í öndvegi í öllu starfi og rekstri embættisins. Fjölþætt vinna fer fram til að stuðla að bættri lýðheilsu og fer það starf meðal annars fram á vettvangi sveitarfélaga undir verkefninu Heilsueflandi samfélag. Síðast en ekki síst ber embættið ábyrgð á framkvæmd sóttvarna. Þar starfar sóttvarnalæknir og sam- starfsfólk í samræmi við sóttvarna- lög nr. 19/1997. Þau lög eru skýr og fela sóttvarnalækni mikilvægt hlut- verk í samfélaginu og heimildir til að bregðast við þeirri vá sem af far- sóttum kann að stafa. Sóttvarnir hafa verið mikilvægur þáttur starfs- ins allt frá stofnun embættisins en á þeim tíma voru smitsjúkdómar tíðir og skæðir. Mikið mæddi á landlækni árið 1918 þegar spænska veikin gekk. Síðan þá hafa gengið minni far- aldrar en ekkert í líkingu við það sem nú á sér stað þegar COVID-19 geisar. Ástæða er til að hrósa sótt- varnalækni og hans fólki fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð allt frá því að fregnir bárust af hinni nýju veiru í fyrri hluta janúar. Það er ætíð áhyggjuefni þegar faraldur áður óþekktrar veiru kemur upp og því mikil vinna farið fram til undirbúnings því að takast á við það sem hugsanlega gæti gerst. Þótt línur séu farnar að skýrast er enn ekki að fullu ljóst hvert umfang faraldursins verður. Það gerir vinnu sóttvarnalæknis, og allra þeirra sem þurfa að bregðast við, f lókna; óvissan er eina vissan sagði fyrrverandi sóttvarnalæknir. Sem stendur snýst áætlun sótt- varnalæknis um að fræða almenn- ing um mikilvægi hreinlætis og sóttvarna, að greina smit snemma, einangra smitaða, rekja smit og setja í sóttkví þá sem mögulega gætu verið smitaðir. Ofuráhersla er á að vernda þá sem eru í mestri áhættu við að veikjast mikið sem eru aldraðir og fólk með undir- liggjandi sjúkdóma. Vitað er að 80% þeirra sem verða veikir fá væg einkenni, 10-15% veikjast nokkuð og 5-10% veikjast alvarlega. Það er hins vegar ekki ljóst hve stór hópur þjóðarinnar veikist eða hve stór hópur fær veiruna án þess að sýna nokkur einkenni. Hugsan- lega geta margir veikst alvarlega og því er mikill viðbúnaður innan heilbrigðiskerfisins. Nú hefur verið gripið til samkomu banns sem ætlað er að hægja á útbreiðslu faraldurs- ins þannig að heilbrigðiskerfið geti ráðið við þetta krefjandi verkefni. Kæru landsmenn, hér hefur verið stiklað á stóru um hlut- verk Embættis landlæknis og það f lókna verkefni sem sóttvarna- læknir, allt starfsfólk embættis- ins og heilbrigðiskerfisins sem og þjóðin öll tekst nú á við. Þeim sem eru áhugasamir um sögu, hlutverk og starfsemi Embættis landlæknis er bent á vefinn landlaeknir.is. Það er ósk mín á þessum tímamótum að afmælisbarninu farnist vel og haldi áfram að vinna að heilsu og vellíðan landsmanna. Embætti landlæknis fagnar 260 ára afmæli í skugga COVID-19 Alma D. Möller landlæknir Þriðja dag febrúar sl. birti Fréttablaðið frétt og mynd með, þá sem hér er birt. Sýnd eru byggingaráform og breytingar í Bergstaðastræti 27 í Reykjavík. Þarna skal reist f jögurra hæða steinhús, með átta íbúðum, meðal mun lægri timburhúsa, og eru öll í sömu röð, nr. 25 (?), 27, 29 og 33. Hér er hrópandi ósamræmi en reynsla hefur sýnt að í gömlum hverfum má vel fella ný hús að þeim sem fyrir eru. Nýlegt dæmi er neðst við Norðurstíg (Fiskhöllin og grennd). Líka mætti nefna húsin að sunnan- og vestanverðu í Aðalstræti (Fjala- kött og Uppsali) og enn fremur horn Lækjargötu og Austurstrætis. Íbúar við Bergstaðastræti hafa m.a. bent á að nýbyggingin sé of stór fyrir umhverfið, sé bæði of há og byggingarmagn á lóð of mikið. Áformin fari gegn ákvæðum í Aðal- skipulagi um borgarvernd þar sem segi að gætt skuli að byggingarsögu- legu samhengi, að heildarsvipmóti gróinna hverfa verði ekki raskað og nýjar byggingar í rótgrónum hverf- um „verði lagaðar að einkennum byggðarinnar“. Það er hins vegar „faglegt mat skipulagsfulltrúa að gætt hafi verið að byggðarmynstri reitsins“. Þarna er vissulega fyrir hátt og mjótt steinhús sem stingur í stúf. En aðalatriði er að það skal rifið og gefst þá einstakt færi á að fella nýbygginguna að því sem fyrir er. Af hverju neyta borgaryf ir- völd ekki færis og láta fella nýtt að gömlu? Þá er verið að tala um hallandi þak á nýju húsi, kvisti, smágerða glugga, gluggaumgjörð í gömlum stíl og hófstillt hlutföll. Hið merkilega er að hugmyndir um nýja húsið voru aðrar árið 2017, á teikn- ingu frá þessum tíma er hallandi þak og þríhyrndir kvistir. Hefði átt að vera auðvelt fyrir yfirvöld skipu- lagsmála að fylgja því eftir. Núna ríkja aðrar og andstæðar hugmynd- ir, eins og myndin sýnir. Rækilegum rökum fyrir mikilvægi menningar- arfs í gömlum og merkum timbur- húsum er gefið langt nef. Hafnað er fyrirsögn um að einkenni byggðar, sem er næst nýbyggingu, skuli ráða svipmóti hennar. Ráðslag eins og í Bergstaðastræti er borgarstjórn ekki samboðið og til lítils sóma en því miður tíðkað víða í miðbænum. Fellum nýtt að því sem fyrir er Helgi Þorláksson sagnfræðingur S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.