Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2020, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 18.03.2020, Qupperneq 23
Allt telur Rafrænn aðalfundur Marel fer fram í dag, 18. mars 2020, kl. 16:00. Nánari upplýsingar á marel.com/investors. Með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi höldum við ótrauð áfram að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Þar höfum við ætíð hugfast að allt telur. Hver og einn vatnsdropi við framleiðslu. Hver og ein hugmynd. Hvert og eitt viðbótargramm af matvöru. Hvert og eitt okkar jarðarbúa. Fjármálaráðherra Bret-lands sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu tryggja þarlendum fyrir-tækjum lánsfjármögnun upp á 330 milljarða punda til þess að hjálpa þeim að glíma við af leiðingar kórónaveir- unnar sem herjar nú á heimsbyggð- ina. „Ég vil fullvissa alla Breta um að þessi ríkisstjórn mun veita ykkur öll þau töl sem þið þurfið til þess að komast í gegnum þetta,“ sagði fjármálaráðherrann, Rishi Sunak, á blaðamannafundi síðdegis í gær. Ráðherrann nefndi að björgunar- pakkinn - sem kemur til viðbótar við sjö milljarða punda fjárhags- stuðning fyrir fyrirtæki sem til- kynnt var um í síðustu viku - fæli einnig í sér niðurfellingu fasteigna- gjalda á þessu ári auk þess sem stjórnvöld hefðu í hyggju að veita smásölum og krám sem glíma við lausafjárvanda sérstakan styrk upp á 25 þúsund pund. Sunak greindi einnig frá því að breskir bankar hefðu samþykkt að bjóða þeim heimilum sem þess þyrftu að gera hlé á af borgunum húsnæðislána í allt að þrjá mánuði. Fjármálaráðherrann, sem ávarp- aði blaðamenn ásamt Boris Johnson forsætisráðherra, sagði ríki aldrei hafa staðið frammi fyrir eins mikilli efnahagsógn á friðartímum og nú. Bresk stjórnvöld myndu gera „hvað sem þarf“ til þess að verja heimili og fyrirtæki. Umfang aðgerðanna hefði verið „óhugsandi fyrir aðeins nokkrum vikum“. Nú væri ekki tími fyrir hagfræði- legar bókstafskenningar heldur þyrfti að grípa til djarfra og hug- rakkra ákvarðana. Fyrri aðgerðir dugðu ekki til Þrýst hefur verið á bresku ríkis- stjórnina að grípa til frekari aðgerða eftir að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því á mánudags- kvöld að verja allt að þrjú hundruð milljörðum evra til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot franskra fyrir- tækja. Viðmælendur Financial Times benda á að breskir ráðherrar hafi gert sér grein fyrir því á síðustu dögum að sjö milljarða punda stuðningurinn sem tilkynnt hafi verið um í liðinni viku, samhliða fjárlagafrumvarpi Sunaks, myndi ekki duga til þess að hjálpa fyrir- tækjum í lausafjárerfiðleikum og hvað þá til þess að róa markaði sem hafa lækkað skarpt á undanförnum vikum. Flugfélög, lestarfyrirtæki, smá- salar, krár og veitingastaðir eru á meðal þeirra sem hafa kallað eftir ríkisstuðningi, að sögn Financial Times. Vilja dreifa ávísunum til allra Fleiri vestræn ríki greindu í gær frá áformum sínum um milljarða innspýtingu í hagkerfi sín en sem dæmi sagði Steven Mnuchin, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, að yfirvöld þar í landi hefðu áhuga á því að senda innan tveggja vikna öllum Bandaríkjamönnum sérstaka ávísun í því augnamiði að örva hag- kerfi landsins. „Hann mun verða stór,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um örvunarpakkann sem ríkis- stjórn hans undirbýr nú vegna far- aldursins en samkvæmt heimildum Financial Times gæti pakkinn, sem Bandaríkjaþing þarf að leggja bless- un sína yfir, numið á bilinu 800 til 850 milljörðum dala. Larry Kudlow, einn helsti ráðgjafi Trumps í efnahagsmálum, gagn- rýndi nýverið hugmyndir um að eins konar ávísunum yrði dreift til Bandaríkjamanna og líkti þeim við „þyrlupeninga“ sem kæmu af himn- um ofan. Þess má þó geta að á þeim tíma sem Kudlow lét ummælin falla taldi Bandaríkastjórn að hag- kerfi landsins yrði ekki fyrir veru- legu höggi vegna kórónaveirunnar. Sú skoðun hefur breyst á síðustu dögum. Fyrr í vikunni viðraði Mitt Rom- ney, þingmaður repúblikana, ásamt f leiri þingmönnum svipaðar hug- myndir sem ganga út að allir Banda- ríkjamenn fái af hentar ávísanir fyrir eitt þúsund dali. Þingmenn- irnir segja slíkar ávísanir munu fela í sér innspýtingu í bandarískt hag- kerfi og hjálpa mörgum heimilum við að ná endum saman. kristinningi@frettabladid.is Boðar 330 milljarða punda pakka Bresk stjórnvöld hyggjast tryggja fyrirtækjum landsins neyðarfjármögnun fyrir allt að 330 milljarða punda. Fasteignagjöld verða felld niður í ár. Ríkisstjórn Donalds Trump vill dreifa ávísunum til allra Bandaríkjamanna til þess að örva hagkerfi landsins. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og Boris Johnson forsætisráðherra kynntu aðgerðirnar í gær. MYND/AFP 9M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.