Gríma - 15.03.1931, Side 61

Gríma - 15.03.1931, Side 61
SKELKUSSABREIÐAN 59 Englands. Hafði hann með sér gull það, er hann náði úr kistunni og klofasúluna. Mælt er að súlan sé enn geymd þar í gripasafni og þyki hinn merkileg- asti hlutur. Sumarið eftir lenti Jón enn skipi sínu við Snæ- fellsnes. Hafði hann fastráðið að fara með marga rnenn í hellinn og hafa allt gullið á brott með sér. Hitti hann Grím vin sinn og bað hann að veita sér lið, svo að hann kæmist klaklaust í hellinn. Grímur kvað nú leiðveizlu sína óþarfa; mundu þeir óhindr- aðir komast leiðar sinnar. Jón lagði þá af stað, og þeir félagar einir saman. Gekk þeim vel upp jökul- inn, án þess nokkuð bæri til tíðinda, og komust alla leið upp að hömrunum. Leituðu þeir lengi hellis- munnans, en fundu hvergi; urðu þeir að hverfa frá svo búnir. Það var trú manna, að Bárður hefði lok- að hellinum að fullu, svo að hann mætti vera óáreitt- ur af gestum. Eigi er þess getið, að Jón hafi reynt oftar að heimsækja Bárð, og ekki munu aðrir hafa orðið til þess. 14. Skelkussabreiðan. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði). Svo segja gömul munnmæli, að í Melgerði í Eyja- firði hafi eitt sinn verið gamall karl, sem var hinn mesti maurapúki. Skömmu áður en hann lézt, er sagt að hann hafi grafið peninga sína í hól einn lít-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.