Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 35

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 35
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 33 ekki segjast við annað. Við mig hafa þeir breytt vel, og er það allt systur minni að þakka, enda hafa þeir ekki viljað styggja hana, í þeirri von að hún yrði sér þá auðsveipari. í gærkvöld sagði eg systur minni frá komu ykkar og bað hún mig fyrir þau boð til ykkar, að fegin vildi hún gera sitt til, að þið færuð ekki er- indisleysu hingað í dalinn, en brögðum yrði að beita til þess að yfirstíga illmenni þessi«. Þannig lauk Stígandi sögu sinni. Sátu þeir bræður þegjandi um hríð, þar til er Geirmundur mælti: »Hvað leggur þú til málanna, Birningur bróðir?« »Það vil eg helzt«, svaraði Birningur, »að við ráðumst þegar á illvirkj- ana og drepum þá«. »Ekki lízt mér það ráðlegt, og er ekki vert að tefla á tvær hættur, ef annars er kostur, — eða hvað leggur þú til, Stígandi?« »Svo hraustir og illvigir eru útilegumenn þessir, að eg efast um að þið fáið yfirstigið þá, nema með því móti að þeir séu brögðum beittir, og veit eg þó að þið eruð vaskleikamenn meiri en í meðallagi. En auk þess vil eg engan veginn ganga á eið minn og brugga þeim banaráð, þótt eg á hinn bóginn verði að stuðla að því á allan hátt, að okkur systkinum megi auðn- azt að ná aftur til byggða«. Þá þagði Geirmundur um hrið og mælti síðan: »Vegna þess að Birningur bróðir minn á það til að vera nokkuð áræðinn um of, en hér er allrar varúðar þörf, þá held eg að réttast sé að eg fari einn í helli útilegumannanna í kvöld. Skalt þú, Stígandi, lána mér feld þinn og hött; mun eg leita rúms þíns og leggjast þar og njósna um hag þeirra hellisbúa«. Töluðu þeir félagar lengi um til- lögu Geirmundar og leizt sitt hverjum í fyrstu, en svo kom að lokum að þeir féllust á þessa ráðagerð, svo djarfleg sem hún var. »Verða muntu mér líkur 6rlma IV. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.