Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 15

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 15
FRÁ SéRA ÞORLÁKI á ÓSI 13 eitt sinn í kvöldrökkri snemma vetrar, að fólkið masaði að vanda, þar til er einhver heimamanna sagði, að mál væri að kveikja, en rétt í sömu svif- um heyrist gengið á gólfinu fyrir framan pallinn; — en þá voru pallar í baðstofum, sem fólkið bjó uppi á. — Menn fara að hlusta betur, og verða þess þá varir, að prófasturinn á ósi er þar kominn; mæl- ir hann fram vísu þessa: Ekki þykir Láka langt, lítið stúrir karlinn; hann hefur ekki starfað strangt að styðja sig við pallinn. Hann heilsar þá heimamönnum og gerir sér eitt- hvað til erindis, en kveðst hafa gengið inn af því að bærinn hafi verið opinn; hafi hann hugsað, að búið mundi vera að kveikja ljós í baðstofu. Heldur varð fólkinu bilt við komu prófasts, þótt það léti ekki á neinu bera; þóttist það hafa talað helzt til margt, og var líka hrætt um, að prófastur hefði ekki verið alveg nýkominn, þegar hann gerði vart við sig. Er mælt, að nokkurt hlé hafi eftir þetta orðið á rökkurskvaldri fólksins á Ásláksstöðum; að minnsta kosti gætti það þess betur eftir en áður að loka bæn- um á meðan rökkursvefn stóð yfir. Einhverju sinni fór prófastur eitthvað ferða sinna út af heimilinu, en á heimleiðinni var einhver nefnd- armaður í för með honum. Þegar þeir komu í ná- munda við bæinn á ósi, kom hrafn á móti þeim með gargi miklu og krúnki og var svo nærgöngull við prófast, að hann varð að banda honum frá sér með svipunni; sagði hann þá um leið: »Hún mátti það, krummi minn«. Samferðamaðurinn spurði þá pró-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.