Gríma - 15.03.1931, Side 75

Gríma - 15.03.1931, Side 75
ÞÓRVEIG SMALASTÚLKA 73 20. Þdrreig smalastnlka. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni bjuggu fátæk hjón á bæ. Þau áttu unga og laglega dóttur, er Þórveig hét. Hún var látin gæta ásauðar á sumrin í dalverpi nokkru á milli brattra fjalla, og voru háir hamrar neðst í hlíðinni öðru megin. Leitaði Þórveig upp undir hamrana, þegar vont var veður, því að þar var bezt skjól. — Eitt sinn sat Þórveig þar í hvössu rigningarveðri og grét af kulda og sulti, því að bæði var hún verjulaus við regninu og hafði haft lítið sem ekkert nesti með sér að heiman um morguninn. Þá heyrði hún að kveðið var í klettinum, rétt ofan við hana: Dunar í dranga dagana langa; vænnar meyjar vanga vætir hreggið stranga. Gott er inn að ganga, gleði og yl að fanga; krásir ilma og anga, í þær mun þig langa. Þama er þraut að hanga, þaðan skaltu spranga. Gott er inn að ganga, gleði og yl að fanga. — Dunar í dranga dagana langa.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.