Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 36

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 36
34 PRÁ BIRNINGI, GEIRM, HLAÐG. OG STÍGANDA \ á velli, ef þú ferð í klæði mín«, mælti Stígandi, »en varast skaltu að tala nokkurt orð upphátt, því að í máli ertu mér næsta ólíkur«. — Biðu þeir bræður í hellinum þann dag allan, en Stígandi hélt sauðun- um til beitar. Um kvöldið kom hann með þá aftur og hýsti þá, sem vant var. Bjóst nú Geirmundur til ferðar og tók á sig feld og hött Stíganda. »Hundur minn mun fylgja þér að hellinum«, mælti Stígandi; »þegar þangað er komið, skaltu ganga inn tafar- laust, en af því að næstúm aldimmt er þar inni, þótt tunglsljós sé úti, þá verður þú að gæta allrar varúð- ar, er inn kemur. Muntu finna rúm mitt inn af dyr- um á hægri hönd; rúm systur minnar er skammt frá mínu, lítið eitt innar, en útilegumennirnir hvíla sinn í hvoru rúmi innst í hellinum. Þegar eg kem heim á kvöldin, eru þeir bræður vanalega lagstir til hvíld- ar, en systir mín er vön að koma til mín og skrafa við mig stundarkorn og láta þeir bræður það af- skiftalaust; en þú verður að muna það að tala lágt, svo að þá gruni ekki að nein hætta sé á ferðum«. Lagði nú Geirmundur af stað og rann rakkinn fyrir honum allt að hellismunnanum. Gekk Geirmundur í hellinn og þreifaði fyrir sér, því að dimmt var þar inni; fann hann rúm Stíganda, sem var bingur mik- ill af sauðargærum og ull; lagðist hann niður hljóð- lega og hlustaði og varð eigi annars var en að þeir bræður væru sofnaðir, því að hrotur þeirra heyrðust greinilega. Eigi hafði Geirmundur lengi legið, er hann heyrði þrusk nokkurt; var mjúkum armi smeygt um háls honum, en hlýjar varir lögðust ást- úðlega að vanga hans. Þótt svo væri ástatt fyrir hon- um sem var, gat hann ekki að því gert, að hjartað fór að slá örara í barmi hans. Hann hallaði höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.