Gríma - 15.03.1931, Síða 48

Gríma - 15.03.1931, Síða 48
46 HNÍFAPÖRIN 10. Hnífapörin. (Þorsteinn M. Jónsson skrásetti eftir sögn Munveigar Jóns- dóttur í Hvammi á Völlum í S.-Múlasýslu, 1902). Einu sinni fyrir langa löngu bjó að Bakka á Langanesströndum auðug ekkja, sem Sigríður hét. Enginn vissi um uppruna hennar eða hvaðan hún kom, þegar hún flutti að Bakka. Hafði hún jafnan tvo vinnumenn, tvær vinnukonur og smala. Þar að auki réði hún til sín á ári hverju valda stúlku, til að hafa með sér við heimastörf, er annað fólk var við útivinnu. En svo brá undarlega við, að þær stúlkur hurfu alltaf á jólanóttina, hver á fætur annari og sáust eigi aftur. Gekk svo í ellefu ár. Þótti þetta með ólíkindum og lagðist illt orð á Sigríði, því að menn töldu víst, að hún dræpi stúlkurnar á einhvern hátt. Samt undruðust menn það mjög, því að öllu öðru leyti hafði Sigríður kynnt sig ágætlega, síðan hún kom í sveitina og af vinnufólki sínu var hún svo vin- sæl, að sama fólkið var einlægt hjá henni. Tólfta ár- ið, sem hún var í sveitinni, fékk hún enga inni- stúlku, hvað mikið sem hún reyndi til og hvað sem hún bauð. Á bæ einum þar í sveitinni bjuggu hjón, er áttu dóttur efnilega, Sigríði að nafni. Ekki hafði Sigríður á Bakka séð til neins að fara þess á leit við hjón þessi, að lána sér dóttur þeirra. En þegar hún var orðin úrkula vonar um að fá nokkra aðra stúlku, þá réði hún af að hitta þau og fara þess á leit við þau, að lána sér nöfnu sína. Þau aftóku það með öllu í fyrstu, en þó fór svo fyrir þrábeiðni Sigríðar, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.