Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 19

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 19
SKYGGNI SÉRA JÓNS Á ÁLFTAMÝRI 17 var hann nokkur ár prestur að Rafnseyri við Arn- arfjörð. Þá bar svo við einn sunnudagsmorgun, að hann reið til Álftamýrar, og ætlaði að messa þar um daginn. Þórður hét vinnumaður hans og var hann við sjóróðra. Þenna morgun kom Þórður úr róðri; mættust þeir prestur og hann á förnum vegi og töl- uðust við. Var Þórður hinn kátasti, því að hann hafði aflað vel. Skildu þeir síðan; hélt Þórður áfram heimleiðis, en prestur reið til kirkjunnar og mess- aði eins og til stóð. Lagði hann síðan af stað heim og slóst í för með honum bóndi, er Bjarni hét, frá Tjaldanesi; lézt hann vera fjölkunnugur og gumaði mikið af kunnáttu sinni. Héldu þeir áfram ferð sinni, unz þeir komu að stórum steini skammt frá Tjaldanesi; lá gatan ofan við steininn. Þá nam prestur staðar og sagði: »Sérðu Bjarni, hver er ofan við steininn?« Bjarni neitaði því og kvað þar engan vera. Þá mælti prestur: »Þér ferst ekki að láta mik- ið af kunnáttu þinni, úr því að þú sérð ekki að þar stendur Þórður vinnumaður minn, og er hann nú dauður. Skulum við ríða neðan við steininn og ekki verða fyrir honum«. Gerðu þeir svo. — Reyndist þetta rétt, sem prestur sagði, að Þórður var látinn; hafði hann orðið bráðkvaddur þá um daginn á Rafnseyrartúni; en engar fregnir höfðu presti bor- izt um lát hans. (í »lslenzkar sögur og sagnir«, sem Þorsteinn Erlingsson safnaði, og komu út sem fylgirit »Ingólfs«, 1906, eru all- margar sagnir um séra Jón Ásgeirsson). Srlma IV. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.