Gríma - 15.03.1931, Side 60

Gríma - 15.03.1931, Side 60
5S HELLIR BÁRÐAR SNÆFELLSÁSS hans stóð þar upp við bergið. Marga fáséða og dýr- mæta hluti sá Jón í hellinum; héngu víða glitofnar ábreiður og skrautkápur ofan úr lofti og á veggjum, en þegar snert var við þeim, hrundu þær niður og urðu að dusti. Þóttist Jón vita, að eins mundi fara um líkama Bárðar karls, ef hreyft væri við honum, en ekki áræddi hann að freista þess, enda kenndi hann nokkurs beigs af karli. Fór hann nú að svip- ast að gullinu og kom þá auga á járnkistu mikla, er stóð úti undir hellissúðinni. Lykill afarstór stóð í skránni og reyndi Jón að opna kistuna, en þess var enginn kostur, þótt hann neytti allra krafta. Greip hann þá klofasúluna, stakk henni í lykilhaldið og gekk á það svo sem hann mátti. Heyrðist þá hár smellur og hrökk kistan upp; varð Jóni hverft við, því að nú sá hann glóa í gullið í kistunni. Ætlaði hann að hafa hönd á gullinu og hafa á brott með sér, en í þeim svifum heyrði hann þrusk að baki sér og varð litið við. Var þá Bárður seztur upp í bálkinum og var all-ófrýnn. Leizt Jóni ekki ráðlegt að dvelja lengur og bíða karls; greip hann handfylli sína úr kistunni, tók klofasúluna og hraðaði sér til dyra. Var það jafnsnemma, að hann tróð sér út um rifuna og Bárður var að skreiðast á legg. Hljóp Jón sem fætur toguðu niður jökulinn og linnti ekki hlaupunum fyr en hann kom til félaga sinna. Vildu þá sumir þeirra fara aftur til hellisins og afla meira fjár, en Grímur neitaði því þverlega og kvaðst engan styrk til þess veita; varð að vera sem hann vildi. Héldu þeir síðan til bæja og urðu þeir ekki fyrir neinum slysum. Kvaddi Jón Grím og þakkaði honum góða liðveizlu; skildu þeir með vináttu og báðu vel hvor fyrir öðrum. Eftir það lét Jón í haf og sigldi til

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.