Gríma - 15.03.1931, Side 74

Gríma - 15.03.1931, Side 74
72 HVARF SNORRA og svaf meginhluta dags og nóttina eftir. Mjög var hann fálátur, þegar hann kom og fékkst ekki til að segja nokkurt orð. Þegar hann síðar var spurður, hvar hann hefði verið þessi þrjú dægur, sem hann vantaði, var ekki hægt að fá neitt orð út úr honum, hvort sem að honum var farið með illu eða góðu og var engu líkara en að hann gæti ekki sagt frá því. — Þegar prestur var spurður, hvar drengurinn hefði verið, sagði hann að einhver villa hefði komið yfir drenginn; hefði hann þá ráfað eitthvað upp undir fjallið, lagt sig fyrir í laut eða skorningi og sofnað þar. Þótti það þó með ólíkindum, að drengur- inn hefði allt af sofið frá laugardagskvöldi til mánu- dagsmorguns, á þeim stöðvum, þar sem gengið var fram og aftur og leitað allan sunnudaginn og mánu- dagsnóttina. Það var því eindregin skoðun manna, að drengurinn hefði verið numinn burt af álfum, en prestur hefði á einhvern hátt náð honum aftur frá þeim. — Sumir segja, að drenginn hafi vantað í þrjár nætur, en það er líklega misminni fyrir þrjú dægur. Þegar Snorri Flóventsson varð fulltíða maður, var hann fremur dulur í skapi, stilltur vel og prúð- menni hið mesta, atorkumaður mikill og kom sér vel við alla. Hann bjó síðar á Böggvisstöðum í Svarf- aðardal og var formaður á hákarlaskipi því, er fórst vorið 1842 með allri áhöfn, ellefu mönnum.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.