Gríma - 15.03.1931, Page 70

Gríma - 15.03.1931, Page 70
68 HÚLDTJKONAN Á SELJALANDÍ neitt. Daginn eftir kom Torfi bóndi á Kleifum að Bassastöðum; hann var af Kollafjarðarætt og fylgdi Bessi honum einatt. Var Torfa boðið inn í stofuna, þar sem Jón hafði séð hnöttinn. — öðru sinni drap Bessi kú á Bassastöðum á undan komu Torfa; lá hún blá og beinbrotin á básnum, er að var komið. — Á Vestfjörðum hafa gengið margar sögur um glett- ingar Bessa, en á síðari árum kvað lítið verða vart við hann. Þó segja sumir, að enn sé slæðingur á und- an fólki af Kollafjarðarætt. 18. Hnldnkonan á Seljalandi. (Handrit Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli í Mýrdal. Sögn Þóru Benediktsdóttur). Á Seljalandi í Fljótshverfi var fjós með palli; var áður sofið á fjóspallinum að vetrarlagi, en vak- að í baðstofunni. — Einn vetur fór að bera á reim- leikum á fjóspallinum, og kvað svo rammt að þeim, að heimafólk fékkst ekki til að sofa þar, þegar fram í sótti. Þá voru þar vinnuhjú Þóra Benediktsdóttir og Jón Bjarnason; voru þau gift, en fátæktar vegna urðu þau að hafa ofan af fyrir sér með vinnu- mennsku. Þau tvö sváfu þó eftir sem áður á fjós- pallinum tvo vetur í röð og urðu einskis vör. Þóra gætti þess æfinlega að hafa guðsorð um hönd og að engin háreysti eða galgopaskapur ætti sér þar stað. Svo var það einhverja nótt að áliðnum vetri, að Þóru dreymdi að til hennar kæmi huldukona og

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.