Gríma - 15.03.1931, Page 39
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 37
þá heldur hlegið, svo að það var ekki að furða, þótt
hlátrar ómuðu öðru hvoru um hellinn, en þess á
milli heyrðist daufur ómur af blótsyrðum og ragni
útilegumannanna í gjánni.
Snemma morguns hljóp Hlaðgerður að sauðahell-
inum til þess að segja Stíganda bróður sínum og
Birningi frá því, hvernig komið væri, en Geirmund-
ur gætti hellisins á meðan. Þótti Stíganda tíðindi
þessi gleðileg og skunduðu þau öll til Geirmundar.
Bjuggu þau nú sem bezt um sig og könnuðu hellinn.
Fundu þau þar allmikið fé í skinnum, ull og ýmsum
matvælum, en auk þess var þar talsvert af pening-
um og ýmsum dýrum munum, sem útilegumennirnir
höfðu stolið og rænt víðsvegar um land. Síðan opn-
uðu þau gjáropið og létu síga niður talsvert af vist-
um til þess að útilegumennirnir hefðu einhvers að
neyta í prísundinni. Kölluðu þau niður til þeirra og
óskuðu þeim góðrar saðningar, þar til yfirvöldin
kæmu og sæktu þá. Svöruðu þeir bræður með vænni
dembu af fúkyrðum og blóti. — Sátu þau nú þarna
í góðum fagnaði og undu hag sínum hið bezta. Sett-
ust þau á ráðstefnu um kvöldið og ræddust um, hvað
þau skyldu til bragðs taka. Kom þeim saman um að
ekki mundu vera tiltök á að flytja neitt burtu úr
dalnum, kvikfé eða muni, fyrr en voraði, en vildu þó
fegin koma boðum til byggða, svo að menn óttuðust
ekki um líf þeirra. Varð síðan umtal þeirra á milli
um það, hverjir skyldu halda af stað til byggða. Þá
mælti Birningur: »Það er mitt ráð, að við Stígandi
förum til byggða, þegar veður og færi gefst; Hlað-
gerður getur hvort sem er ekki farið svo langa og
örðuga leið í ófærð og frostum, en hinsvegar hef eg
grun um, að hún mundi helzt kjósa, að Geirmundur