Gríma - 15.03.1931, Side 78

Gríma - 15.03.1931, Side 78
76 SKINNBEÐJA manni sínum og börnum. Varð þar hinn mesti fagn- aðarfundur og voru gömlu hjónunum færðar marg- ar og dýrmætar gjafir. Dvöldu gestirnir í kotinu við mikinn fagnað fram undir morgun, en fóru til heimkynna sinna áður en dagaði. — Liðu svo aftur mörg ár, að ekki varð Þórveigar vart í mannheim- um. En eina jólanótt kom hún aftur heim til for- eldra sinna með bæði börn sín, pilt og stúlku, sem þá voru fullvaxin og mannvænleg. Var Þórveig döpur mjög og harmþrungin, kvaðst vera nýbúin að missa mann sinn og geta þessvegna ekki unað lengur í álf- heimum. Settist hún að hjá foreldrum sínum og var þar með bömum sínum upp frá því. Tók hún við öllum búsforráðum, því að gömlu hjónin voru þá hrum orðin og ekki fær um að vinna. Bjó Þórveig jafnan viðmikla rausn, því að lagt hafði hún mikla fjármuni til búsins. Þótti hún vera hin mesta sæmd- arkona. Börn hennar giftust bæði mennskum mönn- um og urðu kynsæl. Sagt er að margir eftirkomend- ur þeirra lifi enn í dag víðsvegar á landinu og að í þeim ættum beri töluvert á skáldskapargáfu. 21. Sklnnlieðja. (Handrit Þorsteins M. Jónssonar. Sögn Önnu Jónsdóttur, systur hans 1902). Einu sinni var bóndi' á Kollsstöðum á Völlum. Hann átti 4 böm. Einn sólskinssunnudag voru bjór- ar breiddir út úr rúmum, og fór fólk allt til kirkju

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.