Gríma - 15.03.1931, Side 64

Gríma - 15.03.1931, Side 64
62 HVÍTKLÆDDA STÚLKAN varð ekki stúlkunnar var aftur; en ekki var hann alveg laus við myrkfælni eftir þetta. Veturinn eftir gekk Jón aftur á beitarhúsin. Einn góðan veðurdag lét hann snemma út, því að jörð var góð, rak sauðina í haga og gekk síðan heim í beit- arhúsin. Tók hann þá mjög að sifja, því að svefn- tími hans var í styttra lagi, svo sem títt er um hjá- stöðumenn; var hann vanur að leggja sig út af á daginn, þegar hann var óhræddur um að sauðirnir rásuðu burt. Fór hann upp í hlöðu og lagðist til svefns á heystabba; þá var klukkan eitthvað um átta, þegar hann sofnaði. Dreymdi hann þá sömu stúlkuna, sem hann sá í hlöðudyrunum veturinn áð- ur; var hún hvítklædd eins og þá og með skautfald á höfði; gekk hún hægt til hans, svo að hann gat veitt henni nákvæma eftirtékt, en þegar hún var komin fast að honum, vaknaði hann. Horfði hann þá á hana snöggvast glaðvakandi, með opnum augum, sá hana líða hægt frá sér og hverfa í hlöðuhorninu, þar sem skugga bar á. Þá beið Jón ekki boðanna, heldur hraðaði sér út og leit til veðurs. Var þá liðið að hádegi og farið að þykkna í lofti; jókst þykknið von bráðar og fór að gera fjúk, svo að Jón byrgði sauðina í fyrra lagi og hélt heimleiðis. Náði hann bænum rétt áður en yfir skall vonzku-stórhríð með frosti og fannkingi, sem stóð allt kvöldið og nótt- ina eftir. — Ekki varð Jón neins var á beitarhúsun- um, það sem eftir var vetrar. Þriðja veturinn gekk Jón enn á beitarhúsin sem fyr. Leiddist honum að sönnu þetta, sem fyrir hann hafði borið þar, en lét það þó ekki aftra sér frá að fara allra sinna ferða. Leið svo langt fram eftir vetri, að hann varð einskis var. — Þá var það einn

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.