Gríma - 15.03.1931, Side 23

Gríma - 15.03.1931, Side 23
PRÁ SÉRA MAGNÚSI JÓNSSYNI í SAURBÆ 21 einskis orðið var. Ræddi prestur eigi um, heldur gekk þegar þegjandi yfir í hús sitt í hinum enda baðstofunnar, og sá ólafur hann ekki framar það kvöld. Þá var í Saurbæ Halldór Jónsson, sem talinn var að vera mjög fjölkunnugur. Var hann próventu- maður prests og auðugur að fé. Bjó hann með konu sinni í herbergi afþiljuðu. Þeim var vel til vina, Óiafi og Halldóri. Þetta sama kvöld, rétt eftir það er ólafur kom inn, gekk hann inn til þeirra hjóna; lá þá mjög vel á þeim. Ekki minntist ólafur neitt á það, sem við hafði borið, en þegar þeir höfðu spjall- að um hitt og þetta, sagði Halldór allt í einu: »Sá varð heldur seinn, sem elti þig inn göngin áðan«. ólafur spurði, hver þar hefði verið á ferð. Halldór svaraði: »Vera má að þú hefðir vitað það gjörr, ef ekki hefði verið tafið fyrir þeim, sem rak féð yfir bæinn«. ólafur spurði nánar að atvikum, en þá sló Halldór öllu í gaman og fékkst ekki til að segja meira, hvemig svo sem leitað var eftir. En það þótti niönnum líklegast, að Magnús prestur hefði gert glettur þessar og Halldór getað afstýrt þeim með kunnáttu sinni. Fram af kirkjugarðinum í Saurbæ er sléttur hóll og liggur alfaravegur fyrir neðan hann. Ýmsir, sem um veginn hafa farið, hafa þótzt sjá kjólklæddan mann með ístru ganga um gólf á hólnum. Segja sumir, að hann hafi verið með stóra pípu í munnin- um og púað stórum. Þykir senniiegt af lýsingunni, að það muni hafa verið Magnús prestur; líti hann þá til mannaferða, því að víðsýnt er af hólnum. — Á síðustu áratugum mun hans þó ekki hafa orðið vart.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.