Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 60

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 60
5S HELLIR BÁRÐAR SNÆFELLSÁSS hans stóð þar upp við bergið. Marga fáséða og dýr- mæta hluti sá Jón í hellinum; héngu víða glitofnar ábreiður og skrautkápur ofan úr lofti og á veggjum, en þegar snert var við þeim, hrundu þær niður og urðu að dusti. Þóttist Jón vita, að eins mundi fara um líkama Bárðar karls, ef hreyft væri við honum, en ekki áræddi hann að freista þess, enda kenndi hann nokkurs beigs af karli. Fór hann nú að svip- ast að gullinu og kom þá auga á járnkistu mikla, er stóð úti undir hellissúðinni. Lykill afarstór stóð í skránni og reyndi Jón að opna kistuna, en þess var enginn kostur, þótt hann neytti allra krafta. Greip hann þá klofasúluna, stakk henni í lykilhaldið og gekk á það svo sem hann mátti. Heyrðist þá hár smellur og hrökk kistan upp; varð Jóni hverft við, því að nú sá hann glóa í gullið í kistunni. Ætlaði hann að hafa hönd á gullinu og hafa á brott með sér, en í þeim svifum heyrði hann þrusk að baki sér og varð litið við. Var þá Bárður seztur upp í bálkinum og var all-ófrýnn. Leizt Jóni ekki ráðlegt að dvelja lengur og bíða karls; greip hann handfylli sína úr kistunni, tók klofasúluna og hraðaði sér til dyra. Var það jafnsnemma, að hann tróð sér út um rifuna og Bárður var að skreiðast á legg. Hljóp Jón sem fætur toguðu niður jökulinn og linnti ekki hlaupunum fyr en hann kom til félaga sinna. Vildu þá sumir þeirra fara aftur til hellisins og afla meira fjár, en Grímur neitaði því þverlega og kvaðst engan styrk til þess veita; varð að vera sem hann vildi. Héldu þeir síðan til bæja og urðu þeir ekki fyrir neinum slysum. Kvaddi Jón Grím og þakkaði honum góða liðveizlu; skildu þeir með vináttu og báðu vel hvor fyrir öðrum. Eftir það lét Jón í haf og sigldi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.