Gríma - 15.03.1931, Page 48

Gríma - 15.03.1931, Page 48
46 HNÍFAPÖRIN 10. Hnífapörin. (Þorsteinn M. Jónsson skrásetti eftir sögn Munveigar Jóns- dóttur í Hvammi á Völlum í S.-Múlasýslu, 1902). Einu sinni fyrir langa löngu bjó að Bakka á Langanesströndum auðug ekkja, sem Sigríður hét. Enginn vissi um uppruna hennar eða hvaðan hún kom, þegar hún flutti að Bakka. Hafði hún jafnan tvo vinnumenn, tvær vinnukonur og smala. Þar að auki réði hún til sín á ári hverju valda stúlku, til að hafa með sér við heimastörf, er annað fólk var við útivinnu. En svo brá undarlega við, að þær stúlkur hurfu alltaf á jólanóttina, hver á fætur annari og sáust eigi aftur. Gekk svo í ellefu ár. Þótti þetta með ólíkindum og lagðist illt orð á Sigríði, því að menn töldu víst, að hún dræpi stúlkurnar á einhvern hátt. Samt undruðust menn það mjög, því að öllu öðru leyti hafði Sigríður kynnt sig ágætlega, síðan hún kom í sveitina og af vinnufólki sínu var hún svo vin- sæl, að sama fólkið var einlægt hjá henni. Tólfta ár- ið, sem hún var í sveitinni, fékk hún enga inni- stúlku, hvað mikið sem hún reyndi til og hvað sem hún bauð. Á bæ einum þar í sveitinni bjuggu hjón, er áttu dóttur efnilega, Sigríði að nafni. Ekki hafði Sigríður á Bakka séð til neins að fara þess á leit við hjón þessi, að lána sér dóttur þeirra. En þegar hún var orðin úrkula vonar um að fá nokkra aðra stúlku, þá réði hún af að hitta þau og fara þess á leit við þau, að lána sér nöfnu sína. Þau aftóku það með öllu í fyrstu, en þó fór svo fyrir þrábeiðni Sigríðar, að

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.