Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 36
34 PRÁ BIRNINGI, GEIRM, HLAÐG. OG STÍGANDA
\
á velli, ef þú ferð í klæði mín«, mælti Stígandi, »en
varast skaltu að tala nokkurt orð upphátt, því að
í máli ertu mér næsta ólíkur«. — Biðu þeir bræður
í hellinum þann dag allan, en Stígandi hélt sauðun-
um til beitar. Um kvöldið kom hann með þá aftur
og hýsti þá, sem vant var. Bjóst nú Geirmundur til
ferðar og tók á sig feld og hött Stíganda. »Hundur
minn mun fylgja þér að hellinum«, mælti Stígandi;
»þegar þangað er komið, skaltu ganga inn tafar-
laust, en af því að næstúm aldimmt er þar inni, þótt
tunglsljós sé úti, þá verður þú að gæta allrar varúð-
ar, er inn kemur. Muntu finna rúm mitt inn af dyr-
um á hægri hönd; rúm systur minnar er skammt frá
mínu, lítið eitt innar, en útilegumennirnir hvíla sinn
í hvoru rúmi innst í hellinum. Þegar eg kem heim
á kvöldin, eru þeir bræður vanalega lagstir til hvíld-
ar, en systir mín er vön að koma til mín og skrafa
við mig stundarkorn og láta þeir bræður það af-
skiftalaust; en þú verður að muna það að tala lágt,
svo að þá gruni ekki að nein hætta sé á ferðum«.
Lagði nú Geirmundur af stað og rann rakkinn fyrir
honum allt að hellismunnanum. Gekk Geirmundur í
hellinn og þreifaði fyrir sér, því að dimmt var þar
inni; fann hann rúm Stíganda, sem var bingur mik-
ill af sauðargærum og ull; lagðist hann niður hljóð-
lega og hlustaði og varð eigi annars var en að þeir
bræður væru sofnaðir, því að hrotur þeirra heyrðust
greinilega. Eigi hafði Geirmundur lengi legið, er
hann heyrði þrusk nokkurt; var mjúkum armi
smeygt um háls honum, en hlýjar varir lögðust ást-
úðlega að vanga hans. Þótt svo væri ástatt fyrir hon-
um sem var, gat hann ekki að því gert, að hjartað
fór að slá örara í barmi hans. Hann hallaði höfði