Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 1

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 1
24. tölublað 2017▯ Fimmtudagur 14. desember ▯ Blað nr. 505 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Ekki má banna innflutning á hráu kjöti samkvæmt úrskurði EFTA-dómstólsins sem er á skjön við íslensk lög: Ólöglegt er að markaðssetja smitað kjöt á Íslandi – Salmónellusmituðu kjöti verður að farga og kamfýlóbaktersmitað kjöt verður að hitameðhöndla eða frysta fyrir markaðssetningu Formenn búgreinasamtaka á Íslandi hittust á fundi fyrir skömmu til að ræða úrskurð EFTA-dómstólsins um að ólöglegt væri að banna innflutning á fersku kjöti til Íslands. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þungt hljóð hafi verið í mönnum á fundinum. Sérstaklega þeim sem eru í hvíta geiranum, svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðslu. „Í máli þeirra kom fram að óheftur innflutningur á kjöti og eggjum muni hafa mikil áhrif á afkomu greinanna þar sem samkeppnisstaða þeirra versni til muna. Formaður Félags eggjabænda sagði á fundinum að ef ekkert verði að gert muni eggjaframleiðsla að mestu leggjast af í landinu. Formaður kjúklingabænda benti einnig á að tollur af ferskum kjúklingum er lægri en á frystum og slíkt þar með hvati til að flytja þá inn.“ Bannað að markaðssetja sýkt kjöt Samkvæmt lögum má ekki gera meiri eftirlitskröfur með innfluttu kjöti en gert er við innlent kjöt. Sindri segir að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki setja á markað salmónellusmitað kjöt og að ef slíkt smit komi upp hérlendis, til dæmis í kjúklingaeldi, sé öllum fuglunum fargað. Komi upp kamfýlóbakter- sýking má heldur ekki setja kjötið á markað nema það hafi verið hitameðhöndlað eða fryst áður. Sindri segir að samkvæmt niðurstöðu EFTA-dómstólsins megi flytja inn ógerilsneydda mjólk til landsins en ekki markaðssetja hana, alveg eins og ekki megi setja ógerilsneydda innlenda mjólk á markað. „Ég tel því eðlilegt að spyrja hvort hið sama gildi ekki um hrátt innflutt kjöt komi í ljós að það sé smitað af salmónellu eða kamfýlóbakter. Eðlilegast væri þá að hráu salmónellusmituðu kjöti yrði fargað og beri kjötið í sér kamfýlóbakter þyrfti að hitameðhöndla það eða frysta áður en það er sett á markað alveg eins og gert er með innlent kjöt. Það hlýtur að gilda það sama hvort sem er.“ Lítið um sýkingar hér á landi Víða erlendis er litið svo á að salmónella og kamfýlóbakter sé landlæg og því lítið að gert og víða er ekki skimað fyrir kamfýlóbakter- sýkingum. Til samanburðar má geta þess að tíðni kamfýlóbakter-tilfella í eldi á Íslandi er undir 5% en hefur mælst allt að 75% í verslunum í Bretlandi. Hér á Íslandi fer slík vara ekki í verslanir án frystingar eða hitameðhöndlunar, eins og áður segir. Ráðherra verður að semja upp á nýtt „Pólitísk afstaða okkar hvað varðar úrskurð EFTA-dómstólsins er sú að viðskiptafrelsi virðist yfirtrompa allt. Þættir eins og lýðheilsa, matvælaöryggi og heilsa búfjár virðist ekki skipta þar neinu máli. Dómurinn er í sjálfu sér furðulegur vitandi það að fyrir nokkrum árum komst upp um að það var verið að selja hrossakjöt sem nautakjöt innan Evrópusambandsins og í vor komst upp um að mikið af eggjum í löndum Evrópusambandsins innihéldu skordýraeitrið fipronil sem er bannað að nota við matvælaframleiðslu. Ef niðurstaðan er sú að samningarnir eru svona lögfræðilega niðurnjörvaðir og ferkantaðir þá er það mitt mat að ráðherra landbúnaðarmála verði einfaldlega að nesta sig vel og fara til Brussel og semja upp á nýtt. Ef ekki þá verðum við að skoða með hvaða hætti við getum varið lýð- og búfjárheilsu í landinu sem best og taka upp öflugra eftirlit með innflutningnum eftir því sem við á og má.“ Enginn tryggingarsjóður vegna búfjársjúkdóma Að lokum bendir Sindri á að í Evrópusambandinu sé tryggingarsjóður sem bæti tjón bænda af völdum búfjársjúkdóma en slíkur sjóður er ekki til hér á landi. „Það er því eitthvað sem við verðum að hugsa til hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra bænda og kollega þeirra í Evrópusambandinu.“ /VH Innflutningur á eggjum: Vals sem stíga skal rólega Formaður Félags eggjabænda segir að frjáls innflutningur á eggjum sé áhyggjuefni fyrir eggjaframleiðendur og óvíst hvaða áhrif hann muni hafa. „Við erum ekki að gefast upp og verðum bara að gera enn betur. Næsta skref er að skipuleggja okkur vel ef við ætlum að standa þetta af okkur. Við erum alltaf að bæta það sem við erum að gera og höfum verið að breyta húsunum og bæta aðbúnað fuglanna í samræmi við ýtrustu kröfur um dýravelferð. Heilbrigði fuglanna er gott og eggjaframleiðsla hér er án allra lyfja eða aukaefna. Óheftur innflutningurinn er því vals sem þarf að stíga rólega þrátt fyrir að öll landamæri séu að opnast þegar að verslun og viðskiptum kemur.“ /VH – Sjá bls. 2 Öflug markaðssetning undir merkjum markaðsstofunnar Icelandic lamb í árslok 2016 hefur greinilega komið lambakjöti á kortið hjá erlendum ferðamönnum. Í nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Icelandic lamb, borða um 52% þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Eins hefur gengið vonum framar að kynna merki Icelandic lamb og 29% erlendra ferðamanna þekkja merkið og hafa af því jákvæða mynd. – Sjá bls. 2 Lambið er komið á kort ferðamanna Maturinn á ekki að kosta hvítuna úr augunum eða fyllingar úr tönnum 20–23 Nýjungar úr gærum 4024 Prjónastofan KIDKA á Hvammstanga á radarnum hjá ferðamönnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.