Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 14

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi tekur í notkun tvo nýja blöndunarklefa: Ætlunin að auka gæði og verðmæti framleiðslunnar FRÉTTIR Ullarmóttaka og þvottastöð Ístex á Blönduósi er nú að taka í notkun tvo nýja blöndunarklefa sem ætlað er að auka og jafna gæði ullarinnar til muna sem og verðmæti framleiðslunnar. Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að auk uppsetningar þessara klefa hafi verið bætt við geymslupláss til að taka við ull frá bændum. Þaðan fer ullin í tætara og síðan í þvott og þurrkun. Eftir þurrkun er ullin tætt aftur og fer þaðan inn í fyrrnefnda klefa þar sem henni er blandað til að hún verði jafnari að gæðum áður en henni er pakkað í ballapressu. Þaðan kemur ullin tilbúin til flutnings og frekari vinnslu í 300 kílóa böllum. Kom til Ístex úr olíuiðnaðinum Sigurður tók við sem framkvæmda- stjóri Ístex í haust. Hann segist ekki hafa starfað í þessum geira áður. Hingað kom hann frá Texas í Bandaríkjunum þar sem hann stýrði fyrirtæki sem sá um málningarvinnu á búnaði fyrir olíuiðnaðinn. Ístex rekur spunaverksmiðju í Mosfellsbæ þar sem lopi og annað band er framleitt úr ullinni. Þar er ekki nein ullarþvottastöð, en um árabil var sá þáttur í starfseminni í Hveragerði áður en ullarþvotturinn var fluttur á Blönduós 2004. Blöndunarklefarnir eiga að skila jafnari gæðum Sigurður segir tækifæri felast í ullariðnaðinum, en til að fá þar sæmilegt verð fyrir afurðirnar verði að tryggja jöfn gæði framleiðslunnar. Ástæðan fyrir uppsetningu blöndunarklefanna á Blönduósi sé m.a. tilkomin vegna kvartana frá erlendum kaupendum. „Með þessu fáum við jafnari framleiðslu og líka betri vöru. Þarna getum við verið að keyra um 5 til 6 tonn í gegn í hvern klefa og þá vitum við að öll sú ull er af sama gæðaflokki. Jafnframt þessum breytingum er gæðakerfi styrkt og tölvuvætt. Þá hefur Sunna Jökulsdóttir textílverkfræðingur verið ráðin sem gæða- og þróunarstjóri. Til að gera þetta þurftum við að fara í talsverðar framkvæmdir á Blönduósi. Einna seinlegast hefur verið að styrkja rafkerfið í verksmiðjunni. Nú er þessu öllu að verða lokið og prófanir að fara fram. Við verðum að fara rólega af stað og höfum ekki getað tekið við allri ull eins hratt og áður. Við þökkum fyrir þolinmæði bænda á meðan við náum fullum afköstum.“ Um 750 tonn af ull kom inn árlega í stöðina á Blönduósi Sigurður segir að í gegnum þvottastöðina á Blönduósi fari um 750 tonn af ull á ári. Stærsti hlutinn er hvít ull. Hann segir að mikill verðmunur sé milli flokka og geti þá skipt miklu máli hvernig bændur skili frá sér ullinni. Fyrir lakasta flokkinn er Ístex að greiða 60 krónur á hvert kíló, en 492 krónur fyrir mestu gæðin. Ofan á það leggst svo beingreiðsla frá ríkinu til bænda. Grófir ullarhnoðrar skemma fyrir Verðflokkarnir taka bæði mið af því hvort ullin er mislit eða ekki og eins fínleika ullarinnar. Ef gróf hnakkahár og gróf lærull er í ullinni þá fellur hún mjög í verði. Segir Sigurður að erfitt sé að hreinsa þessi grófu hár úr á vinnsluferlinu nema að handhreinsa það í upphafi. Ef svona ull fer í gegnum ferlið þá veldur það víða erfiðleikum. Þetta skipti miklu máli, sér í lagi varðandi ull sem er seld erlendis. Sigurður segir að vissulega hafi bændur misjafna aðstöðu til að flokka og hreinsa ull sem þeir senda frá sér. „Það sem skiptir miklu máli er virkt ullarmat og ef menn geta klippt frá grófa, skítuga og/eða gallaða ull. Það kostar mikla fjármuni ef hún fer með í gegnum vinnsluna. Það hefur því bein áhrif á framvinduna í vinnslu hráefnisins, bæði hversu auðveld hún er í vinnslu og einnig endanlegt verð sem hægt er að fá fyrir ullina.“ Flestir bændur senda frá sér góða ull Segir Sigurður að yfirleitt séu bændur að senda frá sér góða ull. Því betur sem vandað er til verka í upphafi, þeim mun meiri hagur sé það fyrir alla sem að ullarframleiðslunni koma. Þá þurfi menn líka að vera meðvitaðir um að vafasamt sé að senda slæma ull með bílum kannski þvert yfir landið til vinnslu á Blönduósi ef hún skilar sér svo sem lélegt hráefni áfram. Bæði sé af því mikill kostnaður og kolefnismengun, auk þess sem léleg ull gæti verðfellt aðra ull sem henni er blandað saman við. „Ávinningurinn er því augljós við að vandað sé til verka.“ Mikil sérstaða íslensku ullarinnar Sérstaða íslensku ullarinnar er talsverð á heimsvísu. Hún hefur sérstakan karekter vegna þelsins og togsins. Það er vegna þess að þelið er t.d. mun fínna og liggur á grófleika sem vöntun er á. Togið er hins vegar mun grófara sem hækkar meðaltalsgrófleika íslensku ullarinnar. Þessi blanda þykir samt óvenjuleg og er sögð henta vel í teppagerð. Tæplega helmingur af þeirri ull sem hér er framleitt er seld úr landi. Megnið af þeirri ull fer til Bretlands. Mörg tækifæri og áskoranir á markaði „Það er fullt af skemmtilegum tækifærum í sölu á íslenskri ull. Aðalatriðið er að passa upp á gæðin og leggja áherslu á séreinkennin. Magnið er takmarkað og ef menn sérhæfa sig í framleiðslu á gæðaull, þá eru menn tilbúnir að borga fyrir það ágætt verð. Flokkunin í upphafi skiptir því verulegu máli. Vegna smæðar okkar er líka auðvelt að markaðssetja ullina í sögulegu samhengi. Þjóðverjar kunna t.d. vel að meta þá sögu að íslenskir bændur þekki allar sínar kindur með nafni. Fyrir þá skiptir uppruninn, vottun og öll meðferð bóndans á fénu mun meira máli en t.d. hjá breskum kaupendum sem gera minni kröfur. Því eru að skapast tækifæri í Þýskalandi og á meginlandi Evrópu vegna gagnrýni PETA á ástralska sauðfjárrækt. Í staðinn fer ástralska ullin í meira mæli til Bretlands sem þýðir þá um leið verðlækkun á ull á þeim markaði. Um leið virðast vera góð tækifæri í að finna hagkvæma leið til að auka mýkt íslensku ullarinnar. Gengi krónunnar og ullarverð erlendis flækir stöðuna Sigurður segir að hátt gengi íslensku krónunnar hjálpi ekki til við útflutning. Á móti þá eru innkaup á erlendum hjálparefnum og tækjum hagstæðari. Gengið sé þó að ná meira jafnvægi miðað við fyrri hluta ársins. Þar hefur hátt gengi spilað saman á neikvæðan hátt með ástralskri ull sem flætt hefur inn á Bretlandsmarkað. Því þurfi að horfa til annarra markaða eins og í Þýskalandi. „Við höfum samt búið svo vel að hafa sterkan innanlandsmarkað. Salan hefur aukist mikið á síðustu tíu árum þó sá vöxtur hafi minnkað síðustu tvö ár. Ferðamenn kaupa talsvert af lopapeysum en þar ríkir þó líka ákveðin stöðnun miðað við fjölgun ferðamanna. Ein skýring gæti verið sú að fjölgun asískra ferðamanna hefur þar áhrif, þar sem þeir eru meira að sækjast eftir kaupum á þekktri alþjóðlegri merkjavöru. Eigi að síður er innlendi markaðurinn og þá líka til ferðamanna nokkuð sterkur og meiri dreifing í sölunni yfir allt árið,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson. /HKr. Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex. Myndir / HKr. Svona koma ullarballarnir frá Blönduósi. Jón Haraldsson framleiðslustjóri í vélasal Ístex í Mosfellsbæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.