Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 24

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 FÓLK&FYRIRTÆKI Á Hvammstanga í Miðfirði er rekin ullarvöruverksmiðjan KIDKA ehf. Þar er prjóna- og saumastofa ásamt ferðamannaverslun og heildsölu. KIDKA er afsprengi stærstu saumastofu landsins sem rekin var undir ýmsum nöfnum á Hvammstanga í yfir 40 ár. KIDKA er í eigu Irinu Kamp og Kristins Karlssonar. Framleiðslan er nær eingöngu úr íslenskri ull sem keypt er af Ístex ehf. í Mosfellsbæ. Irina segir að ferðamanna- straumurinn til þeirra aukist ár frá ári. Það hefur ekki síst vakið áhuga ferðamanna að þar gefst fólki kostur á að ganga um verksmiðjuna og sjá fólk að störfum. Þannig kynnist fólk því frá fyrstu hendi að um ósvikna alíslenska prjónavöru er að ræða. Prjónavélarnar eru þó þýskar að uppruna. Nafn fyrirtækisins segir Irina vera sprottið upp úr orðaleik föður síns með nöfn þeirra Kristins. Tíu manna vinnustaður „Það eru í kringum tíu manns að vinna hér núna.Við erum að framleiða peysur og smávörur úr íslenskri ull. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum að sjá að þetta er raunverulega framleitt hér, en ekki í Kína eða annars staðar,“ segir Irina. „Þetta skiptir máli því það getur verið mjög villandi fyrir kaupendur sem vilja kaupa íslenskar vörur að sjá kannski bara merkinguna Design in Iceland, en ekkert um það hvar varan er framleidd. Þá þykir ferðamönnum líka gaman að horfa hér út um gluggana, en í sjónum á firðinum hér fyrir framan má oft sjá hvali. Það þykir þeim mjög merkilegt.“ Opið hús Einn angi af þeirri viðleitni að kynna almenningi vörur fyrirtækisins var að í prjónastofunni var opið hús og haldin kynning eða tískusýning 3. desember síðastliðinn fyrir gesti og heimafólk. Var viðburðurinn vel sóttur og báru krakkarnir sem þar sýndu sig mjög fagmannlega. Starfsemin gengur vel Irina segir sölu á þeirra vörum ganga vel. „Það hafa verið sveiflur í þessu, en nú gengur vel og ullin er alltaf vinsæl. Það var svolítið erfitt þegar flísefnið kom, en nú vill fólk frekar fá vörur úr náttúrulegum efnum. Við erum að selja hér í versluninni hjá okkur og í verslunum í Reykjavík, á Akureyri og úti um allt land. Sem stendur erum við eingöngu að framleiða okkar vörulínu. Við höfum framleitt fyrir Þýskalandsmarkað og fyrir Rússland, en þar sem gengið er nú óhagstætt þá höldum við okkur bara við heimamarkað.“ „Svo er merkið okkar KIDKA að verða nokkuð þekkt hjá ferðamönnum. Þá erum við að búa til netverslun á heimasíðu okkar svo Íslendingar geti líka verslað þar. Við leggjum því mikla áherslu á að kynna starfsemina fyrir Íslendingum og að þeir geti pantað okkar vörur á netinu.“ Flíkurnar ýfðar með spænskum könglum Irina segir íslensku ullina sérstaka um margt og t.d. sé hægt að ýfa hana sem ekki er hægt með alla ull. Fer ýfingin fram í sérstökum vélum þar sem notaðir eru náttúrulegir könglar frá Spáni sem þykja ekki síðri til þessara verka en einhverjar gaddaspólur úr stáli. „Ég er frá Þýskalandi en hef búið hér í 20 ár. Ég kom hingað og var að temja hesta. Ég var svo í hestamennsku í mörg ár og þá m.a. að ferðast með túrista yfir hálendið. Síðan hef ég verið hér og á nú helminginn í þessu fyrirtæki. Prjónaiðnaður á Hvammstanga síðan 1972 Miklar sviptingar hafa verið í prjónaiðnaðinum á Íslandi í gegnum tíðina. Einna þekktastar eru verksmiðjur Álafoss í þáverandi Mosfellssveit og öflugar verksmiðjur Sambandsins á Akureyri. Prjónafyrirtæki hafa síðan komið og farið og önnur stofnuð á þeirra grunni. Segja má að KIDKA sé byggð á slíkum grunni. Prjónastofan Drífa hf. var stofnuð á Hvammstanga árið 1972. Undir síðustu aldamót var stofnað sérstakt félag um framleiðsluna undir nafninu Ísprjón ehf. Undir nafninu Drífa ehf. varð þá sölu- og markaðshluti fyrirtækisins. Ísprjón/Drífa fluttu svo í nýtt einnar hæðar rúmgott 1.000 fermetra stálgrindarhús árið 2000, en húsið, sem var í eigu nokkurra heimamanna, var reist árið 1999. Kristinn Karlsson var þá framleiðslustjóri fyrirtækisins. Hluti af tækjabúnaðinum kom frá prjónastofunni Foldu á Akureyri. Í kjölfar gjaldþrots þess fyrirtækis 1998 var prjónadeild fyrirtækisins keypt til Hvammstanga. Vefstólar Foldu voru hins vegar seldir með vefdeild Foldu til Skagastrandar. Við flutninginn í nýja húsið í júlí árið 2000 flutti Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðu og sagði það merkilega staðreynd að á Hvammstanga væri ein fullkomnasta og trúlega stærsta prjónastofa í ullariðnaði í Norður- Evrópu. Þarna er nú aðsetur KIDKA í dag. Ísprjón/Drífa verður Freyjuprjón og síðan KIDKA Ísprjón/Drífa tók síðan breytingum. Rússar komu inn sem eignaraðilar ásamt BYKO og fékk fyrirtækið þá nafnið Freyjuprjón sem um árabil var ein af stærstu prjónastofum landsins. Irina Kamp og Kristinn Karlsson keyptu síðan Freyjuprjón af BYKO og Rússum 2008. Fékk fyrirtækið þá nafnið KIDKA. Lesendur geta svo kynnt sér hvað þar er á boðstólum á vefslóðinni www.kidka.com Kristinn Karlsson segir fyrirtækið vel búið tækjum. Irina Kamp við saumavélina að setja saman prjónahúfu. Myndir / HKr. Fjöldi gesta mætti til að fylgjast með tískusýningu á framleiðsluvörum KIDKA sem haldin var í framleiðslusal fyrirtækisins þann 3. desember. Verslun KIDKA er í einu horninu á rúmgóðu verksmiðjuhúsnæði fyrirtækisins á Hvammstanga. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Prjónastofan KIDKA á Hvammstanga á radarnum hjá ferðamönnum: Hægt að skoða flíkur í framleiðslu og hvali sem busla í sjónum fyrir utan gluggann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.