Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 26

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, segir óvenju mikið um mýs á þessu hausti og man vart eftir öðru eins. „Maður áttaði sig á því upp úr 20. september að það var ekkert venjuleg músaógn sem að manni steðjaði. Þetta er miklum mun meira en maður á að venjast,“ sagði Indriði í samtali við Bændablaðið í byrjun nóvember. Nú mánuði síðar er staðan jafnvel enn verri og ekkert lát á músafaraldrinum. Langt umfram allt sem ég hef nokkru sinni kynnst „Það hefur verið mikill músagangur á þessu hausti og auðvitað hefur gott árferði hlaðið ansi vel undir þær. Það var enginn vetur síðast og þegar svo er fer þetta auðvitað að fjölga sér.“ Samkvæmt Vísindavefnum geta mýs getið af sér margar kynslóðir á einu sumri þegar vel árar. Er þar vísað í rannsóknir sænska vistfræðingsins Bengtson á lífi hagamúsa við ólíkar aðstæður á ólíkum stöðum á Íslandi. „Það virðist engin leið að taka kúfinn af þessum músafaraldri. Það koma bara nýjar og nýjar bylgjur af músum í kjölfarið. Þetta er orðið langt umfram allt sem ég hef nokkru sinni kynnst og hef ég þó oft átt í löngum og erfiðum músaslag hér á Skjaldfönn,“ segir Indriði. Gott afdrep fyrir mýs í kjarrlendinu „Maður hefur svo sem verið að kljást við mýs vegna kringumstæðna hér á svæðinu. Í hlíðunum hér er ígildi þó nokkuð margra Teigsskóga sem skapa skjól og fæðu fyrir mýsnar með öllu sínu brumi, berjum og öðru sem þar er að finna. Svo rennur á hér í gegnum túnið, rétt við bæjargaflinn og bakkarnir á henni eru hlaðnir af fæðu eins og hvönn. Þar fellur til gríðarlega mikið af hvannarfræjum sem mýsnar tímgast á og nota sem vetrarforða. Þær koma svo heim að húsum þegar harðnar á dalnum á haustin. Maður er því vanur frá blautu barnsbeini að kljást við þennan ófögnuð.“ Með öflugan kött og nýja sjálfvirka vígvél „Ég er með öflugan kött og það voru kannski 6 til 14 mýs sem lágu eftir hverja nóttu á hans vettvangi. Maður hefur svo sjálfur gripið til varna, bæði með eitri, fellum og svo nýjustu vígvélinni.“ Stríðstólið sem Indriði nefnir er byggt á gamalli músaveiðitækni og hefur að hans sögn verið frá fornu fari nefnt „Fjalaköttur“ sem veiðir í sig sjálfur. Einföld og ódýr en afkastamikil gildra „Ég hef verið að reyna nýja útgáfu af þessu sem er 10 lítra fata sem hálffyllt er af vatni. Það er þó upplagt að vera með saltkjötssoð, eða soð af sviðum eða hangikjöti í fötunni sem dregur mýsnar að af lyktinni. Síðan er klippt plastræma úr langhlið á tveggja lítra gosflösku, svona 20 sentímetrar að lengd og 4–5 á breidd. Hún er negld niður í fjöl sem sett er upp á kantinn á fötunni svo mýsnar geti gengið upp eftir fjölinni. Maður setur smjörva eða eitthvað sem ilmar vel yst á endann á plastræmunni. Þegar þær svo álpast út á hana gefur hún eftir og mýsnar falla í soðið og drukkna. Ég hef fengið mest 19 mýs á einni nóttu í svona gildru.“ Mýsnar skila steinum í staðinn fyrir eitrið „Svo er maður með venjulegar músafellur líka. Þegar maður sá í hvað stefndi var ljóst að maður yrði að verja heyrúllurnar fyrir ágangi músa. Setti ég því eitur í eiturkassa sem tæmdust eins og skot. „Það merkilega er að í staðinn fyrir eitrið sem mýsnar átu hafa þær borið steina í kassann sem þær virðast skila í staðinn fyrir það sem þær átu. Þetta eru steinar sem flestir eru á stærð við krækiber, en allt upp í fingurbjargarstærð. Á þessu háttalagi músanna kann ég enga skýringu. Ég spurði því meindýraeyðinn minn, sem lærður er í þessum fræðum, Konráð Magnússon, að þessu. Hann rekur meindýraeftirlitið Firringu ehf. í Reykjavík og hefur verið hér með mér á vetrarveiðum og legið hér á grenjum í yfir tvo áratugi. Hann hafði heldur enga skýringu á þessu.“ Skráð veiði 1.400 mýs frá því í september „Ég fór ekki að halda bókhald yfir músaveiðina í haust fyrr en fyrir þrem vikum. Fyrstu vikuna var veiðin 240 mýs og 190 aðra vikuna. Þá var hún 90 í síðustu viku. Það sem ég hef skráð frá því í haust er komið yfir 1.400 mýs. Þá er ótalið það sem kötturinn hefur étið og ekkert sést af og eins það sem eiturkassarnir drepa, en af þeim finnur maður lítið því þær ráfa í burtu áður en þær drepast.“ Telur Indriði að með öllu, bæði skráðri veiði og þeim músum sem eitur, köttur og mýs hafa étið af ættingjum sínum úr fellum, geti þetta hæglega verið 1.500 til 1.600 mýs sem fargað hefur verið síðan í september. Það er heima við hús og við rúllustæðu á Skjaldfönn. „Þetta er því hreint með ólíkindum,“ segir Indriði. Mýsnar éta fallna félaga úr músafellum „Það eru yfir 300 sem ég er búinn að ná í fellur í reykkofa sem ég er með. Þá eru mýs sem fara í fellurnar líka étnar af öðrum músum. Þær eru margar hverjar étnar upp til agna. Ég var orðinn svo leiður á að eiga við fellurnar að ég setti hér fötu með sviðasoði í gærkvöldi [3. desember] og í morgun tíndi ég 16 stykki upp úr fötunni. Þetta er ekkert eðlilegt og virðist ekkert lát á þessum faraldri. Indriði segi mikla alvöru hér á ferð. Sennilega átti sig ekki allir á þeim skaða sem mýs geta valdið ef þær naga sig í gegnum plast á rúllum. Fyrir utan að heyið í rúllunum skemmist þegar loft kemst að því, þá getur skemmt hey líka valdið banvænni eitrun hjá skepnum sem það éta. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, í harðri baráttu við óvenju mikinn músagang: Hefur drepið vel á annað þúsund mýs en samt sér ekki högg á vatni – Segir þetta langt umfram allt sem hann hafi nokkru sinni kynnst og nauðsynlegt sé að verja kindurnar Þjóðtrúin segir ýmislegt um mýs þegar kemur að veðurspám. Hagamýs hafa t.d. löngum verið taldar afar veðurglöggar. Sagt er að ef mýs grafi snemma holur, dragi að sér mikinn vetrarforða, eða leiti inn í hús og bæi, bendi það til að veturinn verði slæmur. Líka var talið að mýsnar fyndu á sér úr hvaða átt myndi helst blása um veturinn og sneru holuopum sínum undan veðri. Áður fyrr fylgdist almenningur til sjávar og sveita mun betur með öllum breytingum í náttúrunni en þekkist í dag, enda átti fólk líf sitt undir veðurfarinu. Sumt flokkast þó undir hjátrú, en samt telja margir að tengja megi hegðun dýra við væntanlegar breytingar á veðurfari og jafnvel jarðskjálfta. Eru hross t.d. sögð finna á sér ef jarðskjálfti er á næsta leiti. Hafa menn reynt að finna fyrir því vísindaleg rök, eins og að hross skynji mögulega betur en menn útstreymi lofttegundarinnar radons sem fylgt geti jarðskjálftum. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur nefnir t.d. í grein sem hann skrifaði í ágúst 2016 að vaxandi útstreymi á radoni geti verið vísbending um stóra viðburði í jarðskorpunni. „Hinn 6. apríl árið 2009 reið stór jarðskjálfti, af stærðinni 6,3 yfir fornu borgina L’Aquila á Ítalíu. Um 300 manns fórust. Nokkrum mánuðum áður fór að bera á tíðum smáskjálftum undir borginni. Almenningur varð órór, einkum eftir að amatör skjálftafræðingur spáði því að stór skjálfti væri yfirvofandi. Hans spádómur var byggður á vaxandi útstreymi af radon gasi úr jörðu, og sennilega var það rétt hjá honum,“ segir Haraldur. Hvort mýs búi yfir eiginleikum til að skynja eitthvað í umhverfinu sem geti varað þær við aðsteðjandi vetrarhörkum á komandi mánuðum, skal þó ekkert fullyrt um hér. H agamýs eru litlar (oftast um 9 cm að lengd án hala og 25–35 g að þyngd), með kringlótt eyru og langan hala. Þær eru mjög líkar húsamúsum (Mus musculus) í útliti nema hvað húsamúsin er grárri, grábrún eða gulbrún að ofan en ljósari á kviðnum, og augun eru stærri. Á ýmsum Evrópumálum, þ.á m. á latn- esku, er þessi tegund kölluð í raun betur í högum, görðum og mólendi en í skógi. Veðurglöggar hagamýs Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Stórvirkur músabani sem kostar lítið. Efnið er málningarfata úr plasti, strimill einn nagli. Í fötuna er svo gott að setja kraftmikið soð af hangikjöti, saltkjöti og veiðir í sig sjálfur. H agamýs tímgast ört en það ræðst þó mjög af tíðarfari og aðstæðum. Meðgöngutími þeirra er 25–26 dagar og meðalfjöldi músarunga er um 5. Þeir fæðast hárlausir og blindir en vaxa hratt; mýsnar verða kynþroska um tveggja mánaða gamlar og nokkrar kyn- slóðir geta því fæðst á einu ári. Þar sem hlýtt er í veðri og fæða næg geta þær tímgast mestallt árið en í kaldari löndum tímg- ast þær aðeins á sumrin, jafnvel aðeins í júní og júlí. Mýsnar lifa sjaldan lengur en eitt ár. Á Íslandi eru helstu óvinir hagamúsarinnar refir, minkar, ýmsir fuglar, svo sem uglur og fálkar, og svo auðvitað kettir og mannskepnan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.