Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 38

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 „Hver og ein húfa er með sínu móti, þær eru ólíkar, í mismunandi litum og með ólík mynstur til marks um að við erum öll ólík, hver og einn er einstakur,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri í Oddeyrarskóla. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti sem var í nóvember tóku fjórir kennarar við skólann sig til og prjónuðu húfu á hvern og einn nemanda í fyrsta bekk. Húfurnar eru með áletruninni Gegn einelti. Þær hófu að skipuleggja prjónaskapinn í liðnum mánuði, brettu svo upp ermar og prjónuðu í gríð og erg þar til allir nemendur höfðu fengið húfu á sitt höfuð. Þetta er annað árið í röð sem fyrstubekkingar fá húfu að gjöf í tilefni þessa dags. Kristín segir að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Grunnskólanum á Bolungarvík sem einnig deildi uppskriftum að húfum með kollegum sínum nyrðra. Á öllum húfunum stendur: Gegn einelti. /MÞÞ Dugnaðarprjónakonur í Oddeyrarskóla: Húfur gegn einelti á alla fyrstubekkinga Dugnaðarkonur, þær Linda Óladóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Bára Árný Sigþórsdóttir og Hafdís Bjarnadóttir í Oddeyrarskóla og húfurnar góðu. Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar. Laugabúð 100 ára Því var fagnað 4. desember sl. að þá voru 100 ár liðin frá því að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka. Hann rak verslun sína í 76 ár, eða frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags, eða í 74 ár. „Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði,“ segir Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka sem rekur nú verslunina sem ferðamannaverslun yfir sumartímann. Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr. /MHH Guðlaugur við verslun sína árið 1984, myndina tók Magnús Karel. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983. Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með hátíðlegri athöfn. Frá árinu 1927 hefur verið rekin heilsutengd starfsemi í Kristnesi. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri, SAk. Spítalanum voru færðar margar gjafir í tilefni dagsins. Fjöldi gjafa barst á afmælisdaginn Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu Kristnesspítala 6 milljónir króna að gjöf, sem verður varið til kaupa á þjálfunarbúnaði í sjúkraþjálfun og hægindastólum á legudeildirnar. Oddfellowstúkurnar á Akureyri færðu spítalanum 3 milljónir króna að gjöf og verða þær notaðar til kaupa á tveimur sérhönnuðum loftdýnum, tveimur sjúkrarúmum sem þola þunga einstaklinga, æfingastandbekk og ferðasúrefnissíu. Þá verður hluta fjármunanna varið til kaupa á snjóblásara til að skjólstæðingar, aðstandendur þeirra og starfsfólk spítalans geti notið aukinnar útivistar að vetri til. Fram kom við afhendingu gjafanna að með tilkomu snjóblásara rættist 90 ára gamall draumur þeirra sem stóðu að byggingu Kristneshælis. Þrjú kvenfélög færðu spítalanum peningagjafir; Kvenfélagið Iðunn og Kvenfélagið Hjálpin, bæði í Eyjafjarðarsveit, og Kvenfélag Fnjóskdæla og verða fjármunirnir notaðir til kaupa á útibekk og ferðasúrefnissíu. Þá færði Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis spítalanum Lazyboy-stól að gjöf. Loks gaf Eyjafjarðarsveit þrjá setbekki úr Lerki. Bjarni Jónasson, forstjóri SAk, sagði í ávarpi sínu að Kristnesspítali hafi leikið lykilhlutverk í heilbrigðisþjónustu allt frá því hann tók til starfa og muni gera áfram. „Þetta er þjónusta sem íbúar á starfssvæði sjúkrahússins kunna vel að meta svo sem sjá má af þeim veglegu gjöfum sem spítalanum hafa verið færðar nú og í gegnum tíðina,“ sagði Bjarni. Margir hugsa hlýlega til okkar Ingvar Þóroddsson, forstöðulæknir í Kristnesi, sagði að þessar höfðinglegu gjafir hjálpuðu mjög mikið til við að endurnýja nauðsynlegan tækjakost og búa enn betur að skjólstæðingum sjúkrahússins. „Gjafirnar sýna að mjög margir muna eftir Kristnesi og hugsa hlýlega til okkar. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“ Ingvar sagði jafnframt að meginmarkmiðin með starfseminni í Kristnesi væru tvö; endurhæfa fólk á hvaða aldri sem er til að það geti verið sem lengst heima og á vinnumarkaði og endurhæfa aldraða með það að markmiði að þeir geti dvalist sem lengst heima hjá sér. /MÞÞ Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit varð 90 ára í byrjun nóvember. hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meginmarkmið spítalans nú snúast um Mynd / BB Kristnesspítali 90 ára: Hefur frá upphafi gegnt lykil- hlutverki í heilbrigðisþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.