Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017
Lambadagatalið fyrir árið 2018
lítur nú dagsins ljós í fjórða
sinn. Það prýðir að venju stórar
og fallegar andlitsmyndir af
nýlega fæddum lömbum í sínu
náttúrulega umhverfi. Myndirnar
fanga fegurð þeirra, persónuleika
og þá einstöku dásemd sem fólgin
er í nýju lífi.
Dagatalið er í A4 stærð (hæð 297
mm og breidd 210 mm) þar sem
hver mánuður er á einni blaðsíðu.
Það er gormað með upphengju og
því auðvelt að hengja það upp þar
sem hentar. Á það eru merktir allir
hefðbundnir helgi- og frídagar einnig
eru merkingar fyrir; fánadaga, komu
jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin
og ýmsa aðra daga er tengjast
sögu lands og þjóðar. Dagatalið er
því ekki eingöngu fallegt heldur
inniheldur líka þjóðlegan fróðleik
og er því tilvalið til gjafa og ekki
hvað síst jólagjafa.
Fallegar myndirnar og þjóðlegur
fróðleikurinn veitir dagatalinu
líftíma umfram það ár sem venjan
er með dagatöl.
Endurnærandi fyrir sál
og líkama
Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi,
ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru
tilfallandi, hefur veg og vanda
af útgáfu lambadagatalsins, en
flestar myndanna eru teknar á búi
hans, Sýrnesi í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu.
„Myndatakan er þó mjög
skemmtileg og það er endurnærandi
á sál og líkama að leggjast út á
tún og taka myndir af lömbunum.
Lömbin eru ýmist mynduð með
mæðrum sínum eða ein og þá þarf
að vera búið að vinna traust þeirra
svo þau verði ekki skelkuð og hlaupi
í burtu,“ segir hann.
Lambadagatölin hafa hlotið
góðar viðtökur, síðastliðin tvö ár
hefur útgáfan verið fjármögnuð
á Karolina Fund og tekist vel til,
en fjármögnunin byggist á því
að dagatölin eru keypt í forsölu
þar. Ragnar segir megintilgang
útgáfunnar fyrst og fremst vera
að breiða út sem víðast fegurð og
fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar.
/MÞÞ
Lambadagatalið 2018 lítur dagsins ljós:
Nýfædd lömb í náttúrulegu
umhverfi
Lambadagatalið fyrir árið 2018 lítur nú dagsins ljós í fjórða sinn.
Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti. Mynd / MHH
Risafjós í byggingu
í Gunnbjarnarholti
Frá árinu 2012 til 2016 fjölgaði
ávísuðum dagskömmtum sterkra
verkjalyfja, ópíóíða, um 11% á
Íslandi. Aukninguna má rekja
til þess að hlutfallslega fleiri
Íslendingar fá ávísað sterkum
verkjalyfjum og margir fá stóra
skammta.
Samkvæmt því sem segir á
heimasíðu landlæknis er þetta öfug
þróun borið saman við það sem
hefur átt sér stað í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku en á síðustu árum
hefur dregið úr ávísunum sterkra
verkjalyfja þar. Vegna þessarar
þróunar er notkunin orðin mest hér
á landi.
Ætlað til meðhöndlunar á
bráðaverkjum
Sterk verkjalyf, ópíóíðar, eru góð
til að meðhöndla bráða verki í
skamman tíma en sífellt fleiri
rannsóknir sýna að vandi getur
skapast við langvarandi notkun
lyfjanna. Langtímanotkun sterkra
verkjalyfja getur þannig skapað
meiri vanda en henni er ætlað að
leysa.
Mun fleiri konur en karlar
Árið 2016 voru rúmlega 36 þúsund
konur og 27 þúsund karlar sem leystu
út sterk verkjalyf, eða um 64 þúsund
einstaklingar. Alls leystu 24,6%
fullorðinna út sterk verkjalyf árið
2016, eða fjórðungur fullorðinna.
Sama ár létust hér á landi 18
einstaklingar vegna ópíóíðaeitrunar,
15 karlar og 3 konur.
Sérstaða Íslands meðal
Norðurlandaþjóða liggur að mestu
í ávísunum á Parkodin forte en
í dagskömmtum talið er hlutfall
kódeinlyfja í blöndum 62% af
öllum sterkum verkjalyfjum. Fá
önnur ávanabindandi lyf eru á
markaði hér á landi sem sótt er
eins mikið í. Margir einstaklingar
eiga við fíknivanda að stríða vegna
kódein-lyfja og reyna að fá lyfjunum
ávísað frá mörgum læknum. Árið
2016 leystu 616 einstaklingar út slík
lyf frá 7 eða fleiri læknum en þeir
voru 554 árið 2015. Árið 2016 fengu
158 einstaklingar meira en tvöfaldan
skammt af Parkodin forte hvern dag
ársins en árið 2015 voru það 151
einstaklingur. Þetta jafngildir því
að þessir einstaklingar taki meira
en 6 töflur af Parkodin forte á
dag alla daga ársins en það veldur
þolmyndun og eykur líkur á frekari
ávanabindingu.
Flestir þeir einstaklingar sem fá
ávísað frá mörgum læknum fá lyfin
hjá læknum og tannlæknum sem nota
ekki lyfjagagnagrunn landlæknis eða
nota hann lítið.
Ekki má aka undir áhrifum
lyfjanna
Parkodin forte er eins og mörg
ávanabindandi lyf, ekki ætlað
þeim sem eru að stjórna vélum eða
ökutækjum. Í ljósi þess hversu margir
fá ávísað sterkum verkjalyfjum og
ýmsum öðrum lyfjum sem verka
á miðtaugakerfið er rétt að benda
á að þessir einstaklingar þurfa
að gæta að því að aka ekki undir
áhrifum lyfjanna. Áhrif lyfja eins og
Parkodin forte geta varað í margar
klukkustundir eftir að þau eru tekin
inn. Lyfið inniheldur kódein en
áhrif þess koma fram um 20 til 30
mínútum eftir inntöku, ná hámarki
eftir um það bil tvær klukkustundir
og vara 4 til 6 klukkustundir.
Faraldur í Bandaríkjunum
Donald Trump, forseti
Bandaríkjanna, sagði fyrir
skömmu að ásókn í lyfseðilsskyld
lyf væri faraldur í Bandaríkjunum
og þjóðarskömm sem leiddi
til síaukinnar fíknar í landinu.
Bandaríkjamenn neyta meira af
ópíóíðum og öðrum morfínskyldum
lyfjum en nokkur önnur þjóð í
heiminum. Tölur sýna að fleiri
Bandaríkjamenn látast af völdum
ofneyslu á eiturlyfjum á ári hverju
en í bílslysum og eftir skotsár
samanlagt. /VH
Nú styttist óðum í að risafjós
sem er verið að byggja á
bænum Gunnbjarnarholti í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi
verði fokhelt. Það er Arnar
Bjarni Eiríksson og fjölskylda
hans sem byggja. Nýja fjósið
verður um 4.200 fermetrar að
stærð með pláss fyrir 240 kýr.
Fjórir mjaltaþjónar verða í
fjósinu. Á meðfylgjandi mynd
má sjá grindina af nýja fjósinu en
það verður byggt yfir núverandi
fjós í Gunnbjarnarholti. /MHH
Þjóðminjasafn Íslands:
Þjóðháttasöfnun um héraðsskóla
og aðra heimavistarskóla
Þjóðminjasafn Íslands mun á
næstunni senda út spurningaskrá
um héraðsskóla og aðra
heimavistarskóla til sveita á
unglingastigi, en fyrirhugað er að
safna upplýsingum um daglegt líf
og athafnir í þessum skólum.
Söfnunin byggist eingöngu á
frásögnum fyrrverandi nemenda og
er því fyrst og fremst verið að leita
eftir minningum fólks.
Spurningaskráin er hluti af
þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns
Íslands sem staðið hefur óslitið
síðan 1960. Spurt er um hefðir,
félagslíf, ýmisleg samskipti við
aðra nemendur og starfsfólk skólans,
kennslu, nám, frístundir, tengsl við
fjölskyldu og heimili og fleiri.
Þjóðminjasafnið leitar eftir
heimildarmönnum sem vilja svara
þessari spurningaskrá, bæði úr
héraðsskólum og síðast en ekki
síst úr öðrum heimavistarskólum.
Þeir sem taka vilja þátt eru
vinsamlegast beðnir um að senda
netfang sitt á agust@thjodminjasafn.
is. Farið verður með netföngin sem
trúnaðarmál.
Afrakstur söfnunarinnar
verður gerður öllum aðgengilegur
í menningarsögulega gagna-
grunninum Sarpi eða sarpur.is.
Héraðsskólar voru formlega
stofnaðir 1929 en var seinna breytt
í gagnfræðaskóla og störfuðu
þeir áfram sem slíkir fram undir
aldamótin 2000. Flestir aðrir
sveitaskólar með heimavist tóku til
starfa á síðari hluta 20. aldar. /VH
Héraðsskólann á Laugarvatni milli 1920 og 1940. Mynd: Þjóðminjasafn
Íslands.
Vaxandi notkun sterkra verkjalyfja á Íslandi:
11% aukning í notkun ópíóíða
– Mest sótt í Parkodin forte
Árið 2016 létust hér á landi 18 einstaklingar vegna ópíóíðaeitrunar, 15 karlar
og 3 konur.