Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 „Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!“ Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur sálugi Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Hvort sá vandi sé íhaldinu að kenna er svo önnur saga! Kemur þetta fram í ritgerð í nýrri bók frá Vestfirska forlaginu, 100 Vestfirskar gamansögur. Bókin sú er farin í dreifingu um land allt. Segja má að bæði gaman og alvara sé uppistaðan í hinum mikla sagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Og skal nú rétt einu sinni vitnað í skipherrann okkar, Eirík Kristófersson, frá Brekkuvelli á Barðaströnd: „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Tvennir tímar. Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason sem Elínborg Lárusdóttir skráði kom fyrst út árið 1949 og er saga stúlku sem fæðist utan hjónabands og má þola mikið herræði hjá vandalausum í íslenskri sveit á seinni hluta nítjándu aldar. Nítján ára kaupir Hólmfríður sér lausamennskubréf, giftist í farsælt hjónaband og býr um tíma í Noregi og Danmörku þar sem er í fyrsta sinn komið fram við hana eins og manneskju með tilverurétt eins og annað fólk. Bókin er nöturleg lýsing á hlutskipti fátæks fólks og uppfull af þjóðlegum fróðleik. Guðni Th. Jóhannesson er langömmubarn Hólmfríðar. Bókin er endurútgefin af bókaútgáfunni Angústúra. Uppeldi Hólmfríðar Hólmfríður Margrét Björnsdóttir Hjaltason fæddist á Siglufirði 24. febrúar 1870. Foreldrar hennar voru Björn Einarsson, sonur Einars á Bólu í Skagafirði, og Sólveig Magnúsdóttir. Þegar Hólmfríður fæddist, var móðir hennar vinnukona í húsi Snorra Pálssonar faktors á Siglufirði. Að móður hennar steðjuðu þá miklir erfiðleikar. Hún átti aðra dóttur með föður Hólmfríðar. Þau Sólveig og hann voru heitbundin, en gátu ekki gifzt sökum fátæktar. Meðan móðir hennar gekk með hana, komst hún að því að unnustinn var orðinn henni fráhverfur. Féll henni það svo þungt, að hún var á tímabili ekki mönnum sinnandi. Stúlkubarnið, sem hún fæddi, var efnilegt, og er hún var vatni ausin, var hún látin heita í höfuðið á faktorsmaddömunni, en kona faktorsins var alltaf kölluð maddaman. Síðan var Hólmfríður flutt úr húsinu fárra daga gömul, og var henni komið í fóstur á Hóli í Siglufirði. Sagt var, að faktorshjónin hefðu greitt með henni fyrsta árið. Á Hóli var hún aðeins eitt ár. Þaðan var hún flutt að Sigríðarstöðum í Flókadal í Vestur-Fljótum. Þar var hún í fjögur ár. Hjónin, sem þar bjuggu, hétu Jón og Þorbjörg. Þar leið Hólmfríði vel. Hún svaf hjá Jóni bónda, og hafði hann miklar mætur á henni. Síðasta árið, sem hún dvaldist á Sigríðarstöðum, andaðist Þorbjörg, kona Jóns. Til hans k o m þ á ráðskona, og varð þá tilfinnanleg breyting á h e i m i l i n u . Áður var mikill þrifnaður heima fyrir, eftir því, sem þá tíðkaðist. Treysti Jón sér þá ekki til að hafa annarra börn, og varð Hólmfríður þaðan að hverfa. Þá fór hún að Nesi, sem er næsti bær við Sigríðarstaði. Dóttir Jóns, sem er enn á lífi, segist aldrei hafa séð föður sinn tárfella, nema þegar Hólmfríður var flutt í burtu. Í Nesi var frekar efnað heimili, en vistin var nokkuð hörð. Hjónin áttu engin börn, en með Hólmfríði var þar tökudrengur, og var gefið með honum af sveitinni. Þótt Hólmfríður væri ekki gömul, var hún látin vinna. Vinnan var að tæja ull, vinda af snældum og prjóna sjóvettlinga. Þarna var hún látin sitja við, og væri hún ekki nógu iðin við vinnuna, fékk hún ávallt refsingu. Var klóalangur þá á lofti. Á vorin var hún látin vaka yfir túninu með drengnum. Á næturnar áttu þau jafnframt að bera afrakstrarhrúgurnar af túninu. Á daginn að þvo pottana, sópa ganga og eldhús og vera í snúningum. Var þess stranglega krafizt, að hún væri alltaf að og doskaði aldrei. Eitt sinn að vetrarlagi stóð hún úti og var að horfa á hrafn, sem flaug í áttina til fjalls. Hugmynd hennar um fjöllin var sú, að þau væru föst við himininn, og hélt hún því, að hrafninn myndi reka sig á fjallið. Og er hún stóð og beið eftir að sjá, hvernig færi fyrir hrafninum, var komið aftan að henni og þrifið í hana. Var húsfreyja þar komin og var með klóalang í hendinni. „Þér er skammar nær að halda áfram að tæja ullina, en standa hér og glápa,“ sagði hún. Á haustin voru krakkarnir látnir tína fífu. Var fífan svo hreinsuð og síðan snúin á hné sér og gerðir úr henni kveikir í lýsislampana og lýsispönnurnar. Baðstofan var fjögur stafgólf. Óþiljuð var hún að ofan, en fjalir voru festar meðfram veggnum fyrir ofan rúmbálkana. Í baðstofunni var moldargólf. Var gólfið sópað daglega með hrísvendi. Á vorin var flysjuð upp skán sú, sem safnazt hafði milli rúmanna, en aldrei var það gert nema einu sinni á ári. Kom mikill óþefur, meðan verið var að þessu verki, og hélzt hann lengi á eftir. Baðstofan var ofnlaus. Á vetrum fengu börnin kuldabólgu í hendur og fætur, einkum þó í hendur. Það hlífði fótum þeirra, að þau voru eins og aðrir oftast í þrennum sokkum á vetrum. Í baðstofu var einn lýsislampi. Var lampinn úr kopar, og tvöfaldur. Hann hékk alltaf í krók í maranum rétt innan við miðja baðstofu. Í lampanum var koparskari. Festin, sem tengdi skarann við lampann, var líka úr kopar. Skarinn var notaður til þess að færa kveikinn fram. Skarinn sjálfur líktist mest eyrnasköfunum, sem sumar konur áttu á þeim tíma. En eyrnaskafarnir voru úr silfri, og eyrnaskafa áttu flestar heldri konur í þá daga. Eins og áður er sagt, var kveikurinn í lampanum gerður úr fífu. En í lýsislampanum var kveikurinn hafður langtum gildari en í lýsispönnuna, og bar því betri birtu. Lýsið á lampanum var alltaf hreint. Í baðstofu var þá alltaf brennt þorskalýsi. Aftur var haft verra lýsi í lýsispönnuna, enda var hún eingöngu notuð frammi við, í fjós, eldhús og búr. Lýsispannan var einföld. Var nefið á pönnunni miklu lengra en á lýsislampanum, og pannan sjálf grynnri. Þegar lítið var um fífu, voru snúnar eða fléttaðar tuskur hafðar sem kveikir í lýsispönnuna í stað fífukveiksins, og þótti það fullgott. Pönnur þessar voru með oddmjóu skafti. Skaftið var til að halda um, er pannan var borin, og var oddurinn gerður svo að hægt væri að stinga pönnunni í vegg, en það var alltaf gert, ef verið var í fjósi eða frammi við. Dauf var birtan, en önnur ljósatæki þekktust ekki þá nema tólgarkerti. Þau voru steypt heima í þar til gerðum formum, en kertin voru ekki notuð hversdagslega, aldrei nema á jólum og nýári. Þá var og lítið um eldspýtur, en þó sáust þær á sumum bæjum. Lítið mun hafa verið til af þeim á fátækari bæjunum. Þessar eldspýtur voru ólíkar þeim sem nú flytjast. Þær voru með gulum brennisteini á öðrum enda, og sagðar voru þær eitraðar. Þær voru í aflöngum pappastokkum. Mun einn stokkur hafa verið keyptur til ársins hjá efnaðri bændum. Eldspýturnar voru sparaðar mjög eins og öll útlend vara í þá daga. Á morgnana klukkan níu var litli skatturinn. Var það rúggrautur með súrmjólk og mjólk út á. Oftast var grautur þessi blandaður fjallagrösum. Var það gert til þess að drýgja útákastið, því að rúgurinn var dýr. Það var skammtað í aska og hafði hver sinn ask. Einnig borðaði hver og einn með sínum spæni. Spænirnir voru úr horni, og sumir með fangamarki eigandans. Mjólkin sem gefin var út á grautinn, var alltaf flóuð og var henni hellt út á, áður en askurinn var borinn inn. Miðdegismatur var klukkan þrjú. Þá var venjulega harðfiskur og tólg, pottbrauðssneið og smjör. Kartöflur sáust þá ekki. En í Nesi var þá lítill rófugarður, og voru rófurnar notaðar í súpu. Kálið af rófunum var skorið af, þvegið og sett í súrmjólkina og etið með góðri lyst. Á sunnudögum var kjötsúpa til miðdegisverðar. Konu var skammtaður einn biti en karlmanni tveir bitar. Útákastið var þá oft malað bankabygg, oft var flóuð mjólk á eftir miðdegismatnum. Stundum var lítill biti af grasalími í hverjum aski. Ekki var gefið kaffi eða neitt milli máltíða, enda var lítið um kaffi í þá daga. Á sumrin var grasamjólk á kvöldin. En á vetrum alltaf rúggrautur, blandaður fjallagrösum og geitaskóf og var þá mikil rækt lögð við geitaskófina. Mjólkin af henni varð rauðbleik og barkandi og ekki sem bragðbezt, en allt var borðað í þá daga. /VH MENNING&LISTIR Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason: Nöturleg hlutskipti fátæks fólks Ný bók að vestan: 100 Vestfirskar gamansögur Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 er mesta blóðtaka sem nokkurt íslenskt byggðarlag hefur orðið fyrir. Þá fórst 31 maður, þar af 9 konur og eitt barn. Í hópnum voru 6 hjón og pör, blómi samfélagsins á Bíldudal. Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna þar gjörbreyttist og bar merki þess uppfrá því. Einstaklingar lifðu í skugga slyssins og báru á sál sinni sár sem aldrei greru um heilt. Saga þessa fólks og örlaga þeirra birtist hér í heild sinni eftir öllum tiltækum heimildum sem og minningar höfundar og hugleiðingar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson hefur lifað með þessum minningum og að hvatningu úr hópi þeirra 56 barna sem fólkið lét eftir sig og mörgu barnabarna sem af þeim eru komin hefur hann ritað þessa bók. Hér er fjallað um byggðarlagið sem fyrir áfallinu varð og farnað þess, æviágrip fólksins sem fórst, k r ingums tæður ferðalagsins, skipið Þormóð og siglingu þess, rannsókn skipstapans og deilurnar sem urðu í kjölfarið. Þá eru birt minningarorð um hin látnu sem birtust í blöðunum á sínum tíma. Bókin geymir og fjölbreytt myndefni sem sýnir þau sem í hlut áttu og það sem varðar örlagaför þeirra. Hvernig hefur Þormóður getað farist með öllu þessu fólki? Þessi spurning lýsir vel viðbrögðunum við ótíðindunum sem og óhugnaði þeirra og er um leið grunnspurning bókarinnar. Ný bók að vestan: Allt þetta fólk – Þormóðsslysið 18. febrúar 1943
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.