Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017
Mandarínur um jólin
og annað súrt
Neysla á mandarínum og
mandarínublendingum er mest
í kringum jólahátíðina hér á landi
og ófá börn sem fá mandarínu
í skóinn frá jólasveininum.
Mandarínur tilheyra ættkvíslinni
Citrus sem inniheldur alls kyns
yrki og afbrigði sítrusávaxta sem
reyndar eru ber ef rétt skal vera
rétt.
Áætluð heimsframleiðsla
á mandarínum, klementínum,
tangerínum, satsúmas og öðrum
mandarínublendingum er um 29
milljón tonn, sem er rúmlega 200
þúsund tonnum meira en árið
2015. Kína ber höfuð og herðar
yfir aðrar þjóðir þegar kemur að
framleiðslu á mandarínum og
mandarínublendingum og er áætlað
að framleiðslan þar árið 2016 hafi
verið um 20 milljón tonn. Spánn er í
öðru sæti yfir stærstu framleiðendur
í heiminum en einungis smá-
framleiðandi samanborið við
Kína þar sem heildarframleiðslan
á Spáni var rétt tæp 2,2 milljón
tonn. Tyrkland er í þriðja sæti með
942 þúsund tonn. Þar á eftir koma
Brasilía, Egyptaland, Japan, Íran,
Suður-Kórea, Marokkó og Ítalía
með framleiðslu frá rúmum 942
þúsund tonnum niður í 650 þúsund
tonn á ári.
Neysla á mandarínum,
mandarínu blendingum og öðrum
sítrusávöxtum hefur verið að aukast
undanfarna áratugi og gera spár ráð
fyrir að hún muni halda áfram að
aukast, ekki síst í safaformi.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Hagstofu Íslands var innflutningur
á mandarínum, klementínum og
öðru svipuðu til Íslands árið 2016
tæp 1200 tonn. Langmest var
flutt inn frá Spáni eða rúm 1000
tonn, næstmest var flutt inn frá
Perú, rúm 5,5 tonn, því næst koma
Bandaríkin, 3,1 tonn, Suður-Afríka,
rúm 2,4 tonn, Marokkó, tæp 1,9
tonn, Fílabeinströndin, rúm 12,5
tonn og Úrúgvæ, rétt rúm 11 tonn.
Sama ár fluttu Íslendingar út
437 kíló af slíkum mandarínum til
Grænlands.
Ættkvíslin Citrus
Fjöldi ólíkra tegunda af
ættkvíslinni Citrus er óþekktur en
talað er um fjóra megintegundir
sem til hafa orðið í náttúrunni,
pomeló, C. maxima, sítrónur, C.
medica, papeda, C. micrantha,
og mandarínur, C. reticulata. Af
þessum megintegundum er svo til
nánast ótölulegur fjöldi manngerðra
yrkja, afbrigða, blendinga og
staðbrigða. Genamengi ætt-
kvíslarinnar er stórt og nánast
allar tegundir, afbrigði og yrki geta
frjóvgast sín á milli og gefið af sér
frjóa blendinga. Dæmi um algenga
ávexti sem tilheyra ættkvíslinni er
appelsínur, C x sineensis, sem eru
blendingur pomeó og mandarínu
og greipaldins, C x paradisi,
sem er blendingur appelsínu og
líklega pomeló og ugli eða ljóta
sem er blendingur greipaldins eða
pomeló og appelsínu og tandaríu,
C. tangerina, sem er staðbrigði
mandarína.
Öll þessi fjölbreytni var til
vegna 15 milljón ára sameiginlegs
forföður í litlu beri annaðhvort í
Suðaustur-Asíu eða Ástralíu. Talið
er að tegundin hafi farið að þróast
í ýmsar áttir fyrir um það bil sjö
milljón árum og með tímanum í
náttúrunni og löngu síðar með hjálp
manna hefur orðið til mikill fjöldi
ólíkra sítrusávaxta.
Sítrusar eru stórir runnar eða
lítil tré sem eru á bilinu 5 til 15
metrar að hæð og með trefjarót.
Greinarnar eru stundum þyrnóttar
og bera stakstæð og sígræn blöð
sem eru smátennt eða heilrennd,
egglaga, ílöng og eilítið bylgjótt.
Í blöðunum eru olíur sem gefa af
sér sterka lykt séu blöðin nudduð.
Blómin stakstæð eða nokkur saman
í hnapp, yfirleitt hvít með fimm
tveggja til fjögurra sentímetra
löngum en grönnum krónublöðum
sem eru ilmsterk. Fjöldi fræva og
fræfla eru í hverju blómi og sjá
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS