Bændablaðið - 14.12.2017, Page 64

Bændablaðið - 14.12.2017, Page 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 LESENDABÁS Sókn um Suðurland: Gamlar sögur „Dauður minkur er dauður minkur og annað skiptir ekki máli.“ Þessa setningu sagði vanur minkaveiðimaður við mig einhverju sinni þegar ég nefndi hve mikilvægt væri að kyngreina og skrá alla veidda minka, einnig tíma og veiðistað. Þetta yrði að gera þó hræin væru orðin léleg. Það hefur verið veitt í minkasíur alllengi, meðal annars á Suðurlandi og komin 12 ár og 3.154 minkar. Þegar litið er til baka rifjast ýmislegt upp. Eitt sinn var manni boðið með er ég fór til að hreinsa minkasíur við Þingvallavatn, teknir voru 12 minkar þann dag. Ég hafði ágætan fylgdarmann, starfsmann Umhverfisstofnunar, hann fylgdi mér við hreinsun minkasíanna og á heimleiðinni segir hann: „Fer þetta ekki bráðum að verða gott?“ - Það var um tíma einhver núningur gagnvart veiðum í minkasíur af hálfu manna sem héldu því fram að það væri vont fyrir minka að drukkna. Önnur mynd kemur í hugann. Við mæltum okkur mót, Jakub Ckopuroski frá Póllandi, Rannveig Magnúsdóttir túlkur og ég (RB). Við hófum ferðina við Þrastalund og við vitjuðum um nokkrar minkasíur á svæðinu frá Þrastalundi upp að Þingvallavatni og vorum um hádegi búin að finna 17 minka. Því miður er varla unnt að nota minkasíur nema á Íslandi vegna annarra vatnadýra. Þrátt fyrir það held ég að Jakub hafi fundist aðferðin og afköst all sérstök. Rannsóknir Rannsóknarverkefnið Ölfus- Öxará-Grímsnes var unnið á svæði Ölfuss, Þingvallavatns og Grímsness.og Grafnings. VSÓRÁÐGJÖF vann skýrslu um fyrstu 4 árin, þar kom vel fram að vetraraflinn var 44% af ársaflanum. Þannig er fram komið að miklu máli skiptir um staðarval og aðstæður þegar valinn er veiðistaður. Verkefninu Ö-Ö-G lauk árið 2012. Skráning aflans og gagnavinnsla grundvallast frá upphafi við tiltekinn veiðistað á tilteknum tíma. Uppgjör er unnið fyrir hvert sveitarfélag sem eru nú og hafa lengi verið 6, þau síðan dregin saman í uppgjör sem kallast á pappírunum Sókn um Suðurland. Rannsóknir er lúta að árangri og afköstum minkasía miðast við minkaár sem er talið júlí-júlí. Nú að nýloknu uppgjöri minkaársins 2016 fyrir Suðurland, það er að segja fyrir 6 sveitarfélög á Suðurlandi, þá er litið til baka yfir12 ára aðgerðir og 3154 minka. Það má læra mikið um minkastofninn á Íslandi með samfelldri vinnslu og skráningu í mörg ár. Minkasíur eru yfirleitt alltaf á sama stað og halda því föstu og óbreyttu veiðiálagi á hverjum stað í mörg ár. Skráningin snýst ekki eingöngu um skýrslu til sveitarfélags, heldur hitt að árangur veiðanna, ástand stofnsins og margt er gerist á vettvangi tegundarinnar má lesa úr skráningu 5000–6000 einstaklinga á mörgum mismunandi svæðum í 13 ár. Súlurit: Veitt í minkasíur á Suðurlandi Myndin sýnir minkaveiðar Vasks á bakka og Reynis Bergsveinssonar, 6 hreppar á Suðurlandi. Súluritið sem kalla má Sókn um Suðurland segir nokkra sögu. Öll árin er steggjaveiðin miklu meiri en læðuveiðin. Það er nærtækast að túlka á þann hátt að á vettvangi veiðanna hafi hlutfall lifandi dýra verið þetta. Það myndi, ef rétt væri, tákna að læðurnar lifðu við mun lakari kjör en steggirnir. Stærðarmunur er mikill milli kynjanna og ef til vill skiptir hann máli. Árið 2013 fellur læðuveiðin snöggt um 40%, það skeði ótvírætt vegna veðurfars á Suðurlandi. Um veturinn gerði snöggt stórflóð og sumarið varð mjög kalt og blautt. Það versta um áratugaskeið. Minkasteggirnir standast veðurfarið, þeim fækkar lítið það ár. Minkaárið 2016 og oftar er hlutfall steggjanna nærri helmingi hærra en læðanna. Þá fer að vakna sú spurning hvort þeir eigi jafnvel hlut að máli með vanhöld kvenkynsins. Minkalæðurnar bera náttúrlega uppi stofninn og grunnregla er að hann þrefaldist árlega við got. Gotstað velja læðurnar yfirleitt þar sem gott er til fanga og yfirleitt ár eftir ár á sama stað. Takist minkaveiðin svo vel að á nærliggjandi svæðum sé fallandi stofn, þá eyðist ættin og aðrir koma ekki í óðalið. Algengt er að meirihluti fjölskyldu komi saman í eina minkasíu í nánd við gotstað. Þá annaðhvort hættir að veiðast eða að dóttir frá fyrri árum tekur við óðalinu. Ef enn veiðist fjölskylda á 3.–4. ári þarf að auka veiðiálagið í grennd með fleiri minkasíum eða á annan hátt ef hentugra reynist. Veiðist hins vegar bara steggir þá hefur ættin verið upprætt en veiðistaðurinn að sjálfsögðu látinn haldast. Skáldlegt má það kallast. „Sókn um Suðurland.“ Tæknilega séð og talað þá er augljóst að unnt er að draga verulega úr áframhaldandi tjóni af völdum minka. Þjóðin hefur vanrækt skyldu sína þar að lútandi. Núverandi stjórnsýslufyrirkomulag er ónothæft. Nýjustu fréttir af vettvanginum Sókn um Suðurland er að Sveitarfélagið Rangárþing ytra hafi kvótasett minkaveiðina. Borgarbyggð og Skagafjörður höfðu fyrr tekið upp sína eigin verndarstefnu. Gott hjá ykkur, eða er það ekki? Jú, jú, alveg prýðilegt, segir ekki Umhverfisstofnun „Húrra?“ Við Umhverfisstofnun vil ég segja þetta: „Fer þetta ekki bráðum að verða gott hjá ykkur?“ Reynir Bergsveinsson Við Steingrímsstöð 26. september 2010. Jakub Ckopuroski var eins konar veiðistjóri í baltneska beltinu, eyjum og Sókn gegn sunnlenskum minkum. Hreinsun með minkasíum Gagnavinnsla nóvember 2017 Reynir Bergsveinsson. Minkárgang Steggir Læður Minkasíur Heildarveiði Veiðni 2004 29 27 18 56 2005 93 54 52 147 2006 92 68 65 160 2007 114 84 82 198 2008 164 92 108 256 2009 196 105 135 301 2010 189 108 153 297 2011 179 111 167 290 2012 159 126 192 285 2013 153 77 189 230 2014 193 112 190 305 2015 186 127 197 313 2016 213 103 206 316 2017 var 2018 100 50 2019 2020 100 50 250 markmið Samtals 2.060 1.244 Markmið sett 2015 2017 varð að hopa Maríus Jónasson fylgdist með veiðum í fjögur ár. Reynir Bergsveinsson við gamla Fordinn á Kambabrún. Þessi bíll fór margar ferðir á Suðurlandið. Myndin sýnir minkaveiðar Vasks á bakka og Reynis Bergsveinssonar, 6 hreppar á Suðurlandi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.