Bændablaðið - 14.12.2017, Page 81

Bændablaðið - 14.12.2017, Page 81
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 81 Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna HANNYRÐAHORNIÐ Fallegir vettlingar á herrann prjónaðir úr Drops Karisma eiga eftir að koma sér vel á köldum dögum í vetur. Dömuvettlinga í stíl má finna á garnstudio.com. Stærð: M/L Efni: DROPS KARISMA - 100 gr Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttu prjóni verði 10x10 sm á prjóna nr 3,5. Kaðlaprjónn. UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum þannig (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. VETTLINGAR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Karisma og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 7 sm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar*, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 14 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman = 50 lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 26 lykkjur slétt (= innan í lófa), A.2 (= 20 l) og 4 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA Þegar stykkið mælist 14 sm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð fyrir þumal – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út hvoru megin við útauknu lykkjurnar í annarri hverri umferð, 5 sinnum til viðbótar = 62 lykkjur. Setjið nú 13 þumallykkjur á þráð/nælu. Haldið áfram hringinn eins og áður og fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við þumal í næstu umferð = 50 lykkjur. Þegar vettlingurinn mælist ca 26 cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru ca 3 cm til loka), setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum – fækkið að auki um 2 lykkjur yfir hvern kaðal = 24 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALL: Setjið til baka 13 þumallykkjur af bandi á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið að auki upp 3 lykkjur aftan við þumal = 16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn sjálfur mælist um 5 sm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú er eftir ca ½ sm til loka). Prjónið 2 umferðir slétt og prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 í báðum umferðum = 4 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og hægri, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við 22. lykkju í umferð. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 7 9 4 6 4 2 1 8 6 2 5 7 8 9 3 6 3 7 3 1 4 2 5 9 1 5 4 5 8 8 4 3 2 7 Þyngst 1 3 8 2 2 5 1 4 8 5 7 7 8 1 6 9 3 6 4 3 9 2 5 1 3 5 6 7 4 1 5 7 8 9 6 2 9 5 1 8 7 8 6 3 1 9 6 7 5 5 2 4 8 5 4 1 3 6 9 9 1 8 6 7 5 2 6 2 1 4 7 8 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kindur í mestu uppáhaldi Þorsteinn er eldhress strákur sem flutti í Ærlæk fyrir ári síðan, finnst gaman að sinna skepnum, fara á hestbak og almennt að vesenast í því sem til fellur í sveitinni. Honum finnst líka gaman að fara til Húsavíkur þar sem hann bjó áður, fara á æfingu með Völsungi og leika við félagana úr gamla skólanum sínum, kíkja svo til ömmu og afa, koma sér vel fyrir í sófanum með kex og mjólk og horfa á sjónvarpið. Nafn: Þorsteinn Sveinsson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Ærlækur. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kindur. Uppáhaldsmatur: Pylsur. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld. Uppáhaldskvikmynd: Hobbitinn. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 4 ára þá datt ég og fékk gat á hausinn á aðfangadag og þurfti að láta sauma. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Rússíbanaferð í Tívolínu í Kaupmannahöfn 2013. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Var með fjölskyldunni. Næst » Þorsteinn skorar á Lilja Dröfn Curtis Arnbjörnsdóttur að svara næst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.