Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 81

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 81
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 81 Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna HANNYRÐAHORNIÐ Fallegir vettlingar á herrann prjónaðir úr Drops Karisma eiga eftir að koma sér vel á köldum dögum í vetur. Dömuvettlinga í stíl má finna á garnstudio.com. Stærð: M/L Efni: DROPS KARISMA - 100 gr Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttu prjóni verði 10x10 sm á prjóna nr 3,5. Kaðlaprjónn. UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum þannig (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. VETTLINGAR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Karisma og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 7 sm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar*, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 14 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman = 50 lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 26 lykkjur slétt (= innan í lófa), A.2 (= 20 l) og 4 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA Þegar stykkið mælist 14 sm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð fyrir þumal – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út hvoru megin við útauknu lykkjurnar í annarri hverri umferð, 5 sinnum til viðbótar = 62 lykkjur. Setjið nú 13 þumallykkjur á þráð/nælu. Haldið áfram hringinn eins og áður og fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við þumal í næstu umferð = 50 lykkjur. Þegar vettlingurinn mælist ca 26 cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru ca 3 cm til loka), setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum – fækkið að auki um 2 lykkjur yfir hvern kaðal = 24 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALL: Setjið til baka 13 þumallykkjur af bandi á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið að auki upp 3 lykkjur aftan við þumal = 16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn sjálfur mælist um 5 sm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú er eftir ca ½ sm til loka). Prjónið 2 umferðir slétt og prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 í báðum umferðum = 4 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og hægri, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við 22. lykkju í umferð. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 7 9 4 6 4 2 1 8 6 2 5 7 8 9 3 6 3 7 3 1 4 2 5 9 1 5 4 5 8 8 4 3 2 7 Þyngst 1 3 8 2 2 5 1 4 8 5 7 7 8 1 6 9 3 6 4 3 9 2 5 1 3 5 6 7 4 1 5 7 8 9 6 2 9 5 1 8 7 8 6 3 1 9 6 7 5 5 2 4 8 5 4 1 3 6 9 9 1 8 6 7 5 2 6 2 1 4 7 8 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kindur í mestu uppáhaldi Þorsteinn er eldhress strákur sem flutti í Ærlæk fyrir ári síðan, finnst gaman að sinna skepnum, fara á hestbak og almennt að vesenast í því sem til fellur í sveitinni. Honum finnst líka gaman að fara til Húsavíkur þar sem hann bjó áður, fara á æfingu með Völsungi og leika við félagana úr gamla skólanum sínum, kíkja svo til ömmu og afa, koma sér vel fyrir í sófanum með kex og mjólk og horfa á sjónvarpið. Nafn: Þorsteinn Sveinsson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Ærlækur. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kindur. Uppáhaldsmatur: Pylsur. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld. Uppáhaldskvikmynd: Hobbitinn. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 4 ára þá datt ég og fékk gat á hausinn á aðfangadag og þurfti að láta sauma. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Rússíbanaferð í Tívolínu í Kaupmannahöfn 2013. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Var með fjölskyldunni. Næst » Þorsteinn skorar á Lilja Dröfn Curtis Arnbjörnsdóttur að svara næst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.