Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 1
7. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 6. apríl ▯ Blað nr. 488 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti stefnu með háleitum markmiðum til tíu ára:
Öll sauðfjárrækt á Íslandi verði
kolefnisjöfnuð fyrir 2027
– Fyrir árslok 2017 verður allt íslenskt lambakjöt framleitt án erfðabreytts fóðurs
Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda (LS), sem haldinn var
í Bændahöllinni við Hagatorg
30. og 31. mars 2017, samþykkti
stefnu til ársins 2027 um að
kolefnisjafna skuli alla greinina
eins fljótt og auðið er.
Stefnan er í tíu liðum og í henni
er það líka gert að markmiði að lág-
marka umhverfisfótspor greinar-
innar. Umhverfisstefna verði vott-
uð. Að allar afurðir verði rekjan-
legar. Öll framleiðsla afurða verði
án erfðabreytts fóðurs. Stefnt er
að því að gera sauðfjárrækt sjálf-
bæra til framtíðar. Greinin verði
vottuð fyrir dýravelferð. Að öll
viðskipti verði á sanngjörnum
nótum. Sett stefna um samfélags-
ábyrgð greinarinnar og að sérstaða
íslenskrar sauðfjárræktar fáist
viðurkennd á alþjóðavísu.
Greinin verði kolefnisjöfnuð
fyrir 2027
Fyrir árið 2027 skal íslensk sauð-
fjárrækt verða kolefnisjöfnuð.
Þetta verður gert með landgræðslu,
skógrækt, endurheimt votlendis,
eldsneytisskiptum og fleiri leið-
um samkvæmt aðgerðaáætlun
Umhverfisráðgjafar Íslands ehf.
frá mars 2017, sem unnin var
fyrir Landssamtök sauðfjárbænda.
Leitað verður samstarfs og stuðn-
ings stjórnvalda og annarra aðila.
Stefnt er að því að allar afurðir frá
íslenskum sauðfjárbændum verði
vottaðar sem kolefnishlutlausar
eins fljótt og kostur er.
Víðtæk stefnumótunarvinna
var unnin hjá Landssamtökum
sauðfjárbænda í aðdraganda
búvörusamninga sem undirrit-
aðir voru 19. febrúar 2016. Þessi
vinna var nauðsynleg við mótun
samningsmarkmiða þar sem sér-
stök áhersla var lögð á jafnrétti,
nýliðun, verðmætasköpun og
umhverfismál. Byggt var á eldri
stefnu og samþykktum um leið og
lagðar voru nýjar áherslur á fjöl-
mörgum sviðum. Að baki liggja
úttektir, minnisblöð, skýrslur og
vinna bænda, starfsfólks, ráðgjafa
og sérfræðinga.
Án erfðabreytts fóðurs
Fyrir árið 2027 skulu allar íslenskar
sauðfjárafurðir verða vottaðar sem
afurðir sem framleiddar eru án erfða-
breytts fóðurs. Með því er sérstaða
þeirra sem náttúrulegra og hreinna
afurða undirstrikuð.
Í kjölfar samþykkta aðalfundar
Landssamtaka sauðfjárbænda var
erfðabreytt fóður bannað í íslenskri
sauðfjárrækt. Bannið tók gildi 26.
október 2016 með undirritun og
gildistöku reglugerðar um bann við
notkun á erfðabreyttu fóðri í sauð-
fjárrækt. Þá var grundvöllur banns-
ins styrktur enn frekar 15. desember
2016 með reglugerðarbreytingum
um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Talsmenn LS segja að frá og með
haustinu 2017 verði hægt að full-
yrða að allt íslenskt lambakjöt, gærur
og ull eru af dýrum sem aldrei hafa
fengið erfðabreytt fóður. Ekki held-
ur mjólk úr dýrum sem alin eru á
erfðabreyttu fóðri. Stefnt er að því
að þessi sérstaða verði alþjóðlega
vottuð fyrir árið 2019.
Með þessari samþykkt á aðal-
fundi 2017 eru festar í sessi þær
áherslur sem hafa rutt sér til rúms
í starfsemi samtakanna og íslenskri
sauðfjárrækt á undanförnum miss-
erum og árum. Tilgangurinn er að
efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við
samfélag og náttúru þar sem sérstaða,
sjálfbærni, fjölbreytni og verðmæta-
sköpun eru höfð að leiðarljósi. /HKr.
Nýr hestalitur kominn fram í
íslenska hrossastofninum
– Eini hesturinn í heiminum með þennan erfðaeiginleika
Einstakt
afbrigði
Bændablaðið fregnaði af því að
á Íslandi væri nú til graðfoli sem
kominn er á fjórða vetur og með
einstakan lit. Freyja Imsland,
doktor í erfðafræði, og Baldur
Eiðsson, eigandi folans, staðfestu
að svo væri.
Folinn sem um ræðir heitir
Ellert og er frá Baldurshaga. Hann
er óvanalegur á lit, bleikálóttur,
breið-blesóttur, með stórt og mikið
vagl í báðum augum. Lappirnar og
kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt,
en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn.
Litmynstrið á Ellerti er kallað ýru-
skjótt.
Gerð var sameindaerfðafræðileg
rannsókn á Ellerti, og leiddi hún í
ljós að hann ber glænýjan erfða-
eiginleika sem kemur svona fram
í litnum.
„Enn sem komið er er Ellert eini
hesturinn í gervallri veröld sem ber
nákvæmlega þessar literfðir. En þó
vitum við eitthvað um litinn, út frá
sameindafræðilegum skyldleika við
hóp þekktra literfða sem finna má
í ýmsum erlendum hrossakynjum.
Þessi hópur lita nefnist ríkjandi hvítt,
og er þekktastur þannig að fullorðin
hross eru oft alhvít, með bleika húð
en dökk augu,“ segir Freyja Imsland.
/GHP
– Sjá nánar á bls. 23
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er
með bleikálóttan grunn, lappirnar og kviðurinn
hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar
eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra
og mikla blesu. Mynd / Daníel Ingi Larsen
Stjórnkerfið fær falleinkunn í
fæðuöryggismálum
4
Starfar sem sjálfboðaliði
á sauðfjárbúi í
Bandaríkjunum
22-23 40-41
Jakuxi – húsdýr
Himalajafjalla